Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 109
109
haltu fast og hlýtt við börn með hug og lund.
Ef þú þessum öllum reglum eptir fer,
eg er viss að óspilt börnin unna þjer.
Elsku sannri oftast fjlgir efalaust
iðuin ljúfa, lilýðnin hreina, hjartans traust. —
8.
Barnið gott er bezta mynd og blómstur manns,
unun lirein og Eden lífs og engill hans.
Barnatrú og barnást þess er blessun æðst,
hún er ætíð himni Guðs og hjarta næst.
Hjartað gott hún metur mest og mannlíf rjett,
minna spyr um fje og fegurð, frægð og stjett.
Hjarta þess er helgidómur heimi í,
barnsins Jesú blessuð imynd býr í því.
Allir sem að elska barnið elska hann,
líkt og engill ljóss til hans það leiðir mann.
Af því lærðu auðmýkt sanna, ást og trú,
í Guðs ríki eins og barn kemst aðeins þú.
Sannarlega sælan tel eg svoddan mann,
sem að liylli svoddan barna sjálfur vann.
Sá er ennþá sælli maður, sem að ver
Eden barna öllum lieimsins illsku her.
Mesta sælu mun þó hljóta rnaður sá,
viltum börnum veginn ljóss er vísar á.
pegar heimur hefir það af hjarta lært
barnalíf sem lielgan hlut að liafa kært, —
kernur loks lijá kristnum mönnum kynslóð ein
öflug, göfug, andrík, frjáls og engilhrein;
sem að liefir hug að sýna liver liún er
sjálfum föður sannleikans og sjálfri sjer.
Mannkyn verður eindræg ein og ástrík hjörð,
og þá ljómar Eden sæl á okkar jörð.