Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Síða 104
104
Öllum mönmim ætti að vera kunnugt um kelgi og sjálf-
stæði dómaravaldsins. |>ótt lög sjeu gefin og dóm-
arnir dæmdir eptir peiin, þá er ekki allt fengið fyrir
pað; pað verður að framkvæma pað, sem lögin mæla fyr-
ir, og fullnægja dómunnm; til pess að gera petta er
framkvæmdarvaldið; hinar mörgu greinar pess ættu að
gerast skiljanlegur í skólanum, allt frá hreppstjóra, sem
eptir fyrirmælum sveitarnefndarinnar lætur fiytja lireppa-
flutningi og taka lögtaki sveitargjöld, upp til landshöfðingj-
ans, sem liefir hið æðsta framkvæindarvald á landi hjer.
Yerkaliringur ýmsra emhætta ætti að útskýrast
sem bezt. Til pessa alls pyrfti langan tíma; pað má
enginn ætla, að petta verði gert nemendunum skiljan-
legt á einum degi út 1 körgul; pað verður að gerast
smátt og smátt og endurtakast frá ýmsurn hliðum.
Eptir á er hægt að gera skiljanlegt, hvernig löggjafar-
valdið getur verið á ýmsan hátt, eptir pví, hvort pað er
hjá einvaldskonungi, hjá konungi og pingi í sameiningu,
eða hjá pingi og forseta, svo nemendurnir geti til fulis
skilið, livað þjóðveldi er, hvað pinghundin konungsstjórn
og einveldi, og hver er mismuuur pessara stjórnarskip-
ana. Hve langt farið er, verður að vera komið undir
kennaranum og þeim kringumstæðum sem fyrir hendi
eru. En eitt er víst, að pólitiskar skoðanir eiga aldrei
að komast inn í barnaskólann, pað er nógur tími til
pess að koma öllu pesskonar argi að ungliugunum, peg-
ar þeir hafa fengið meiri proska og þekkingu; hið dag-
lega líf muu gjöra pað á síuum tíma.