Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 115
Aðaluimæðu-efni fundarins var lagasetning viðvíkj-
andi alþýðukennslu. Frumvarp pað, sem samið hafði
verið að tilhlutun kennarafjelagsins, mætti miklum and-
mælum, og rjeði fundurinn loks til, að leggja ekki það
frumvarp fyrir Alþing, heldur viðauka við lög 9. jan.
1880 No. 2 um kennslu barna í skript og reikningi.
Samkvæmt þeim viðauka skyldi kunnáttaí skript, reikn-
ingi og íslenzkri rjettritun gjörð að skilyrði fyrir ferin-
ingu og árleg próf haldin með 3 prófdómendum, fyrir
hverja sýslu, er skyldu fá laun fyrir starfa sinn úr sýslu-
sjóði,
Ennfremur skoraði fundurinn á Alþing, að setja
tryggari skilyrði en hingað til fyrir fjárveitingu úr land-
sjóði til skóla og umgangskeunslu.
J>á skoraði fundurinn á Alþing að sjá svo um, að
þeir, sem takast á hendur kennslustörf við barnaskóla,
eða sem uingangskennarar, fái hæíilegan undirbúning til
þess áður en þeim sjeu veittar þessar sýslanir.
Loks var hreyft á fundimnn stofnun náttúrujrœð-
isfjelags, og vildi fundurinn stuðla að því, að slíkt fje-
lag gæti komizt á. Nokluir vísir til náttúrugripasafns
var sýndur á fundinum, og voru þeir gripir keyptir og
fluttir hingað til lands frá Danmörku fyrir forgöngu
Stefáns kennara Stefánssonar á Möðruvöllum og Bjarn-
ar cand. Bjarnarsonar frá Gerðiskoti.
Morten kennari Hansen sýndi á fundarsalnum ýms
kennsluáhöld þau, sem nauðsynlegt er að hafa við livern
skóla, og er liann útsölumaður þessara áhalda. Áliöld
þessi eru fieiri og betri en áður hefir gefizt kostur á að
kaupa. hjer á landi, og væri óskandi, að hver skóli,
sem nokkur ráð hefur, gæti eignazt liin helztu þeirra.