Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 90
90
liægra fyrir að kaupa og selja vörur sínar og afurðir.
Ef vjer gætum aldrei fengið hinar nauðsynlegu vörur
vorar, kornið, járnið eða timbrið, eða hvaða vörur sem
væru, nema vjer gæfum þær vörur fyrir, sem peir
pörfnuðust, sem kornið seldu, pá yrði elcki hægt um
vik. Nú ef svo stæði á, að vjer hefðum ei annað en
ull eða íisk, en sá, sem ætti kornið, pyrfti ekki pær
vörur, pá fengjum vjer eigi kornið. Eða ef skósmiður,
sem gerði skó, pyrfti að kaupa brauð og hefði ekki
annað að láta fyrir en skó, pá gæti svo farið, að brauð-
gerðarmaður pyrfti ekki skóna og vildi ekki láta brauð-
ið; slík dæmi má mörg íinna. Væru viðskiptin svona
stirð og óhæg, yrði lífið erfitt, viðskiptin væru fjötruð,
verzlun og velmegun væru ekki til. Allt petta óhag-
ræði yrði nemendum skiljanlegt smátt og smátt, ef pað
væri sýnt opt og eptirtekt á pví vakin, t. d. pegar börnin
kaupa penna sína, ritblý og bækur. |>eim myndi brátt
skiljast, að nauðsynlegt væri að hafa einhvern millilið,
er væri hinn ákvarðaði mælir verðsins, og að fyrir
penna millilið mætti fá hverja vöru sem væri. jpenna
millilið köllum vjer peninga. TJm peninga má margt
segja og kosti peirra. Jafnframt ættu börn að skilja,
að hver verðgengur hlutur getur í raun og veru verið
milliliður viðskiptanna, t. d. lifandi peningur, fiskur og
vaðmál, en allt petta er pyngra í vöfum og verra við-
•ureignar til flutnings en myntað gull eða seðlar; petta
má sýna með dæmum. Börn ættu að vita um liina
ýmsu milliliði í viðskiptunum á ýmsum tímum, eius og
leður Kartagóborgar, skeljar villipjóðanna, teningana úr
purkuðu og pressuðu te-i hjá Kínverjum, járnpeninga
Spartverja, járnstengur hinna gömlu Breta og bauga
forfeðra vorra. Vorir peningar myndu eigi gjaldgengir
sumstaðar í Afríku eða Asíu; peir sem ætla að ferðast
í Afríku, verða að útvega sjer skeljar eða glerperlur til