Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 10
10
alt í einu, heldur fara meðalveg. og einn af þeim er
Ellis'. Allir, sem vilja breita stafsetningunni ensku,
eru þó samdóma um það, aó breitingin eigi að stefna í
framburðar áttina, og Sweet tekur svo djúpt í árinni,
að liann segir, að þeir, sein haldi fram gömlu rjettrit-
uninni og vilji stafa eftir uppruna, sjeu flestir liálflærð-
ir skussar í málfræði, enn að allir sannir málfræðingar
og öll málfræðingafjelög telji hina gömlu. rjettritun
vera herfilega vitleisu («monstrous absurditys), hvort
sem hún sje skoðuð frá verklegu eða vísindalegu sjón-
armiði‘,í. Whitney mælir og mjög fram með rjettritun-
arbreiting samkvæmt framburði í hinu ágæta riti sínu:
Language and the Study ofLanguage1 2 3.
J>að getur þannig ekki leikið nokkur efi á því, að
stefna tímans ‘fer í þá átt að færa rjettritunina sem
næst framburðinum, og sama hlítur einnig að verða
ofan á hjer á íslandi fir eða síðar. Iíver þau rjettrit-
unarnímæli, sem miða að því að færa stafsetninguna
nær rjettum framburði, eru þannig til bóta og fara í
rjetta átt, enn hin fara í öfuga átt og eru til ills eins,
sem firrast framburðinn og laga sig eftir uppruna.
Ef vjer nú höfum þetta firir augum og lítum svo
á hina íslensku stafsetning, sem nú tíðkast, þá leiuir
það sjer ekki, að húu í mörgu hofur vilst langt burt
frá framburðinum, eða, rjettara sagt, framburðurinn
hefur víða breist, enn rjettritunin hefur staðið í stað og
ekki hirt uin að íilgja breitingum framburðarins. Ef
vjer virðum firir oss sainhljóðendurna, þá sjáum vjer
fljótt, að sumir þeirra tákna fleiri enn eitt hljóð; þannig
hefur g mismunandi hljóð í orðunum gata, geta, dag-
1) S. st. 179. bls.
2) S. st. 201. bls.
3) Whitney, Language aud the Study oí Lauguage, New
York 1872, 467,—470. bls.