Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 43
43
eptir öðru; slíkt nám er leiðinlegt og sljófgancli fyrir
kennara og nemendur og gleymist undir eins, pegar
bókinni er sleppt, Ef svo ætti eingöngu að nema
hverja grein, sem væri, pá pyrfti engan kennara,
bækurnar væri pá nógar.
Fræðslugögn við landal'ræði.
Kennslubókin í landafræði og kortbókin eru pær
bækur, sem lielzt eru hafðar til stuðnings við landa-
fræðiskennsluna ásamt hinni svörtu skólatöílu; pessi
fræðslugögn eru hið allra minnsta, sem hægt er að
komast af með. í öðrum löndurn pykir petta með engu
móti nægja, par er liaft auk pessa mjög mikið af veggja-
kortum og myndum af allskonar hlutum og náttúruvið-
burðum. I’etta er gert til pess að hjálpa nemendum
til pess að skilja pá kluti, sem peir eigi geta sjeð með
eigin augum, og liafa ekki liugmynd um, nema peir
sjeu skýrðir með myndum. Hin helztu fræðslugögn við
landafræðiskennsluna eru:
1. Góður uppdráttur af grunni skólans og grenndinni
umhveríis.
2. Uppdráttur af sveit peirri, sem skólinn er í.
3. Uppdráttur af hinum 5 keimsálfum, hangandi á
veggjum. -
4. Upphleypt kort (Reliefifer).
5. Stórir knettir (jarðlíkanir, Globus).
6. Veggjamyndir.
7. Skólasöfn af ýmsum hlutum, eins og peir koma
fyrir í náttúrunni.
Landsuppdrættir yfír liiifuð.
Eins og landafræðin snertir margar vísindagreinir
og er margbrotin, eins getur margbreytni landsupp-
dráttanna verið ýmisleg og fyrir pví eru peir svo mik-