Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 79
og stöðugan grundvöll undir pekkingu barna á böfuðein-
kennum jurtanna. J>að er auðvitað lang bezt að geta
kennt börnum petta á sumrin, pegar grös eru komin á
jörðu, en pví miður er ennpá svo illa liagað fyrirkomu-
lagi á barnaskólnm vorum, að þeir eru löngu liættir
fyrir pann tíma, en vonandi er að petta breytist, svo
skólagöngurnar geti fengið pað sæti í kennslunni, sem
pær eru nú að ná í útlöndum. pegar börn hafa ná-
kvæmlega skoðað sjálf lielztu lcunnar jurtategundir, og
haft stækkunargler sjer til bjálpar, fá pau áliuga á að
kynnast meiru af plöntunum, fá tilfinningu fyrir að
raða peim niður eptir innbyrðis skyidleika, og löngun
til að safna peim og taka eptir þeim á sumrin. Auð-
skilið er pað börnum, hvernig ólíkar plöntur vaxa í tún-
iuu og fyrir utan túnið, í mýrinui og á beiðinni. Út frá
pessu má ganga til þess að gera skiljanlegt, livernig
ýmislegur jarðvegur framleiðir ólíkar plöntur, og loks
bve afarmikla pýðingu loptslagið hefir fyrir jurtagróð-
ur; smátt og smátt ætti að fikra sig lengra, og gera
skiljanlegt um binn mikla mismun plöntuvaxtarins í
binum ýmsu beltum jarðar, og orsakir til bans. Nauð-
synlegt væri að liafa margar myndir, er sýndu ýmsan
gróður; eins ogakra, skóga og hitabeltisvöxt, svo börn
gæti fengið hugmýnd um petta af eigin sjón. Myndir
ættu líka að vera af belztu korntegundum og vínviði, ef
elcki væri sjálfar plönturnar. Ef bægt væri að koma
nemendunum til ' að pekkja liinar belztu plönt-
ur, sem vaxa í nánd við skólann, er mikið unnið; á
pví má byggja framvegis, ef kennslu er lengi baldið á-
fram ár eptir ár, pá getur sjerbvert stig, sem stígið er
áfram í þekkingu jurtagróðursins verið byggt á eigin rann-
sókn nemandanna, en ekki á purru yfirliti yíir fiokka
og raðir jurtanna, sem kennt er í bókum. Hin al-
mennu nöfn koma þannig af sjálfu sjer, svo engin fyrir-