Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 29
29
tíu drengjum og að endaðri rnáltíð, les hann jafnan
eithvað gott og nytsamt fyrir hinn uppvaxandi lýð.
J>ótt allir starfi. eptir megni lijá Werner, pá mundi
pó ómögulegt að standast kostnaðinn við uppeldi fá-
tæklings barnanna, ef Werner ætti elcki fjölda vina og
hjálparmanna víðsvegar um Wurtemberg. Flestir eru
peir efnalitlir bændur og iðnaðarmenn, en peir hafa pó
ráð með að draga dálítið af sjer handa «.smábörnununi hans
Werners gamla». |>eir hafakomið á fjelögum og lielzta
lagagrein peirra er sú, að peir skuli æfa sig í sjálfsaf-
neitun, með pví að draga af sjer tíuuda hluta af tekjum sín-
um og senda til Reutlingen. Öl!u pessu fje er varið
handa ungbörnum, sjúklingum og fávitum. Nú (1886)
búa í «Bræðrahúsinu» 400 manns, karlar og konur, og
fer íbúuin par fjölgandi með degi liverjum, svo að jafnt
og pjett hefur orðið að byggja ný íbúðarhús. Werner
getur engum frá sjer vísað. Einu sinni liitti hann á
ferð barn eitt út á götu; faðir pess sat í betrunarliús-
inu, og móðir pess var sokkinn niður í spilling; petta
barn liafði hann heim með sjer. Annað sinn var lion-
um orðalaust sent nýfætt barn. Opt fær hann á heim-
ili sitt 14—15 ára drengi, er refsað hefur verið fyrir
pjófnað; hann er slíkum afvegaleiddum börnum sem hinn
ústúðlegasti faðir. _ jbegar einhverjir af drengjum pess-
um eru mjög harðsvíra og örðugir viðfangs, lætur öld-
ungurinn flytja sæng sína inn í svefnlierbergi peirra.
Hann býr par meðal peirra og er lijá peim svo dögum
skiptir, vikum eða mánuðum, ef pörf gjörist. Hann
refsar eigi, en reynir með ástúðlegum áminnin'gum og
með eigin dærni að leiða pá á rjettan veg. Optast nær
liefur honum lieppnazt petta, og að eins við örfáa hefur
hann orðið að gefast upp. Á pennan hátt hefur hann
mörgum borgið, og gjört pá að nýtum mönnum í mann-
fjelaginu.