Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 4
4
verður mindin ekki lík. Enn þegar stafsetningin gefur
ónákvænm eða ólíka mind af framburði nemandans, á
liann eríitt með að kannast við orðin, sem hann á að
iesa, og hindrar það lesturinn, og eins veitir honum
örðugt að muna, með hverjum stöfuin hann á að skrifa
orðið, ef framburður hans sjálfs segir honum ekki til
þess.
Enn lijer verður undir eins «|>rándurí Götu». Allir
nemendur lmfa ekki sama framburð. I ímsurn hjeröð-
um er framburðurinn mismunandi; sumir eru auk þess
blestir í máli, og ef vel er að gætt, má jafnvel svo að
orði kveða, að enginn maður beri alveg eins fram og
annar. Sjereðli einstakliugsins kemur eins fram í mál-
inu eins og í hverju öðru. J>ennan mismun á framburð-
inurn má rjettritunin ekki taka til greina, því að ef
farið væri að elta hann út í istu æsar, mundi það verða
til óbætanlegs tjóns iirir einingu bókmálsins og þjóðar-
innar og standa bókmentum firir þrifum. J>að mundi
líka reinast ógjörningur firir nokkurn kennara að kenna
rjettritun, ef hún ætti að laga sig eftir öllum framburð-
ardutlungum einstaklingsins.
Hin hagfeldasta rjettritun firir kensluna verður
því sú, sem kemst næst hinum algengasta framburði
meðal mentaðra manna. J>að vill svo vel til, að þessi
framburður er ekki injög mismunandi hjer á íslandi,
svo að vjer stöndum í því efni betur að vígi enn marg-
ar aðrar þjóðir, ef vjer viljum iunleiða eindregna fram-
burðarrjettritun.
J>etta hefur einnig verið reint. Árið 1836 stökk
ungur maður fram á vígvöllinn og rjeðst á hina íslensku
rjettritun, þetta gamla og sterka vígi, sem þá hafði
staðið, ekki óbreitt, enn þó nokkurn veginn óhaggað í
700 ár, Hann var vopnaður beittu sverði skarpra rök-
rsemda og laus við alla hleipidóma gamallar venju, eins