Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 111
111
3. gr.
Sá, sem óskar inngöugu í fjelagið, skal skýra for-
seta frá pví. Kjett til inngöngu hefir hver sá maður,
karl eða kona, sem liefir stöðuga atvinnu af kennslu.
Inntöku annara manna ber forseti undir atkvæði fje-
lagsmanna á næsta ársfundi. Hver fjelagsmaður greiðir
til fjelagsins 2 kr. á ári liverju eða 25 kr. í eitt skipti.
Gjalddagi árstillaga er fyrir ársfund ár hvert.
4. gr.
Fjelagið heldur ársfund sinn í Reykjavík á ári
hverju nálægt miðju sumri. Arsfundur sá, sem lialdinn
er annaðhvort ár — pað árið, sem alþingi kemur sam-
an — er um leið aðalfundur.
Arsfund skal auglýsa ineð 3 mánaða fyrirvara í ein-
liverju því blaði, sem iit kemur í Reykjavík. Viku fyr-
ir ársfund slral forseti ítreka þessa auglýsingu, og láta
ganga meðal þeirra fjelagsmanna, er til nær, skriílegt
fundarboð, er skýri frá umræðuefni fundarins.
A ársfundi skal stjórnin sjá um, að umræður verði
um eittlivert kennslumál eða uppeldismál, og skal aug-
lýsa umræðuefnið, um leið og fundardagur er auglýstur.
5. gr.
Aukafundi getur forseti haldið, þegar honum þykir
þurfa, og skyldur er liann að kveðja til aukafundar, ef
meiri liluti fulltrúa óskar þess.
6. gr.
Atkvæðisrjett á fundum hafa þeir einir fjelagsmenn,
sem þar eru viðstaddir. |>egar ræðir um lagabreyting
eða embættismannakosning, geta þó fjelagsmenn, sem
búa annarstaðar en í Reykjavík, sent forseta atkvæði
sitt fyrir fund í brjefi með innsigli sínu fyrir og undir-
skrifuðu í 2 votta viðurvist, og skal utan á því standa
«skriflegt atkvæði*. petta brjef skal forscti opna áfundi