Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 64
G4
við pær, að börnin læra að taka eptir, að rannsaka sjálf
og raða niður hinum líku hlutum. Eigi mundi pað erf-
itt á heimilum uppi í sveit á sumrum, að benda börn-
um á ýmsa liluti, sem fara frarn fyrir augum peirra,
en almenningur sjer pá ekki, af pví eptirtekt hans hefir
aldrei verið vakin á peim, og getur pví heldur ekki vakið
aðra. A Islandi er örðugt að hafa skólagöngur fyrir
margra hluta sakir; illviðrin eru táð pann tíma, sem
skólar standa; pað er ekki gott að hafa skólagöngur
nema á vorin, en pá eru allir skólar hættir. En prátt
fyrir pessa örðugleika, er pó eigi með öllu ómögulegt að
hafa skólagöngur, sem mikið gagn yrði að, ef pað væri
áhugamál kennaranna. Ætíð koma bærilegir dagar
jafnvel um hávetur. Börnin purfa pó ætíð að ganga
til skólans, og æíinlega er hægt að leggja fyrir pau
spurnirtgar um pað, sem verður á vegi peirraog vekja pann-
ig eptirtekt peirra. Yonandi er að pessu mikla fræðslu-
meðali verði meiri gaumur gefinn, pegar sá tími kémur
að hiuir íslenzku barnaskólar komast í eitthvert viðunan-
legra horf en nú eru peir.
«Fysisk» láridafræði.
Börn taka ætíð vel eptir kennslu um pá hluti, sem
pau pekkja eitthvað til áður, fyrir pví er mikil nauð-
syn á, að sameina alla kennslu við persónulega reynslu
barnanna. En sjóndeildarhringur peirra er pröngur og
reyríslan lítil fyrst framan af; pað verður smátt og
smátt að bæta við petta hvorutveggja, og bezt er að
gera pað á skólagöngunum. Aptur á móti er eptirtekt
barna sljó og pau áhugalítil, pegar kennt er um pá
hluti, sem pau hafa enga hugmynd um og eiga bágt
með að skilja. Af pessu leiðir, að pegar talað er um
breytingar loptsins, far skýjanna, regnið, snjóinn og
frostið, pá skilja pau og taka vel eptir, af pví að pau