Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 76
7tí
ilfögur og skyggn um morguninn, og svo hve óskýr og
ógagnsæ hún er orðin, þegar börnin hafa verið í
herberginu dálitla stund og móðan er komin á hana?
síðan má sýna fram á hvernig himininn er blár og tær,
þegar heiðríkt er, en dimmur og ógagnsær í þykku
lopti. Sjeu þessar tilraunir gerðar nokkrum sinnum
með rúðuna og glasið og um leið tekin dæmi af
heiðríku og þykku lopti, þá er það víst að þetta vekur
umliugsun hjá flestum börnum, og það jafnvel svo mikla,
að þau tala um það sín á milli, og bera sig saman um
það. Loksins, þegar nóg dæmi hafa verið sýnd og börn-
in hafa þreifað á þeim, þá á að segja þeim um, livern-
ig þjetting vatnsgufunnar verður, og hversvegna; það á
að sýna kuldann, sem aðalorsök hennar og jafnframt
sýna hver hiti glassins er í samanburði við lopthitanu
í lierberginu. Úr þessu er hægt að leiða til skilnings
um dögg, þoku, regn, sjó og skýin; mun svo bráðum
verða skiljanleg hin undraverða hringferð vatnsins um
gufuhvolfið og yfirborð jarðar, og greiðast af sjálfu sjer í
sundur í hinum lítt þroskaða skilningi. Mareir kynnu
að halda að þannig löguð kennsla, sem hjer heíir verið
talað um, mundi þurfa svo langan tíma, að hún tæki of
mjög tíma frá öllu öðru, en það er misskilningur. J>að
þarf að eins að nota vel tímann, og hvert tækifæri,
sem býðst til þess að sýna það, sem hjer hefir verið
sagt, og um fram allt nákvæmni í að láta börnin fikra
sig áfram af eigin reynzlu. |>að þarf þá ekki lang-
an tíma til að sýna börnum lögun skýja, eða
hvernig þokulindarnir hylja fjallahlíðarnar, svo bæði
rætur og hnjúkar eru óhulin, eða hvernig þokan læðist
yfir dölum og tjörnum. Jafnvel í frístundum milli
kennslustunda má vekja eptirtekt á þessu, setja það í
samband við það, sem þegar liefir verið lært, segjji þó
svo frá, að nemendurnir eigi skilji samtalið, sem kennslu