Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 106
106
Ivringumstæður þeirra þar næst þekki hann,
frændur, vini, foreldrana, fræðarann.
jþetta hefir áhrif alt á ungan mann
eins og loftið, Ijós og jörð á ljósberanu.
3.
Aðferð kennslu er svo mörg og ýmisleg;
einna bezta aðferð þessa ætla jeg:
Fróðleiks efni fýrst skal lýsa frjálst og glatt,
lipurt, fagurt, ljúft og einfalt, ljóst og satt.
Skal af þessu síðan sýna sanna mynd,
myndir opna ungum ljóss og unaðslind.
Loks um þetta láti börnin lœra sjálf;
vanti þetta, verður þekking varla hálf.
Lýsing, mynd og líka námi láti hann
fylgja spurning, fróðleik vel sem fremja kann.
Sje þau vanin svo þau spyrji sjálfan hann,
þeirra eðli þar af bezt hann þekkja kann.
Ljóst og nákvæmt lílið skoða læri hörn,
h/jer er móti hleypidómum helzta vörn.
Iijett að sldlja, rjett að lýsa, regna vel,
hreinsar, eílir huga manns og hjartaþel.
Ætíð sje í allri kennslu eitthvað nýtt,
eitthvað sem að gjörir geðið glatt og hlýtt.
4.
Hvað á ungum heht að kenna: lilutiþrjá:
J>að sem góða, göfga, sæla, gjörir þá;
menntir, sem þeir mestar hafa mætur á,
það sem langbezt þeirra skilur þekking smá.
Lærdómur sem leikur verði ljúfur þeim,
þeir í skóla sjálfum sjái sælugeim.
Fylg þú þeim um fjöll og dal með fróðleiks-tal,
horf með þeim á himna ljós og holtarós.
Hjer má finna fegurðar og frægðalind,
börnin fræðir betur það en bók og mynd.