Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 77
77
heldur sem hvert annað daglegt samtal. J>að er náttúr-
lega komið undir hverjum kennara, hvejsnemma hyrjað
er að kenna, eða livernig hagað er kennslu í þessum
greinum, um það, er eigi hægt að gefa neinar reglur;
en víst er það, að hver heilvita niaður á að vita um
þessa hluti, og svo framarlega, sem alþýðuskólar eru til,
þar sem kallað er að fræðsla sje veitt í hinum nauðsynleg-
ustu námsgreinum, þá er það þeirra skylda að veita
fræðslu um þá hluti, sem vjer þreifum á og lifum í á
hverri stundu.
pegar hörn hafa komizt í skilning um uppgufun
þjetting og úrkomu, ætti að kenna þeim um sambandið
rnilli þeirra og lækja og annars rennandi vatns á yíir-
horði jarðarinnar og sýna sambandið á milli regnsins
og vaxtar lækjanna. Allt þetta er enn þá auðskildara,
ef svo hagaði til, að við skólann væri lækur, sem mætti
sýna og ganga út frá við kennslu um ár og læki. A-
hrif vatnsins á yfirborð jarðar eru ákaflega mikil, og
ef það væri nokkuð skilið á unga aldri, mundi það
ryðja um koll mörgum hleypidómum, sem enn þá styðj-
ast við fáfræðina 1 þessu efni. Börnum ætti að gerast
skiljanlegt, hvernig vatnið myndar gil og gljúfur,
hvernig fossarnir núa smátt og smátt af farvegi sínum
og hvernig ár og" lækir bera fram aur og grjót og
mynda eyjar í ármynnunum og undirlendi; sömuleiðis
um stöðuvötu og flóa eða mýrar. Athuga má lika
vatnið á hringferð þess neðanjarðar, verkun þess þar,
unz það kemur fram aptur á lægri stöðum og myndar
lindir, dý og ár. Engu síður er nauðsynlegt að gefa
liugmynd um áhrif jöklanna og íssins á yfirborði jarð-
arinnar; einkum á þetta vel við á íslandi, þar sem
mikill hluti af yfirborði lands vors hefir orðið fyrir
þessum áhrifum.