Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 94
94
bi nna hálfsiðuðu lijarðþjóða og að við stöndum í þessu
tilliti í sama fari og feður vorir fyrir 1000 árum. Yfir-
lit ætti að gefast yfir, bvernig vegir eru byggðir t. d. í
Norvegi og kostir þeirra sýndir, bagnaðurinn við það,
að nota vagna til flutninganna gerður augljós, tíma-
sparnaður, bestasparnaður, hægðarauki og skemmtun.
Dæmi má taka úr daglegu lííi. Ef góðir vagnvegir
væru komnir í kaupstaðinn og menn flyttu vörur á
vögnum, þá mætti að eins nota einn hest til þess að
draga þær kiyfjar, sem 4-5 hestar bera. J>að mætti
sýna fram á rnuninn á því fyrir menn að ferðast þann-
ig, eða sitja á hestbaki; það er munur að sitja inni í
lokuðum vagni með góðum umbúnaði hverju sem viðrar,
eða sitja klofvega yfrum hestbak í hverju veðri opt á
vondum vegi. Allt þessu viðvíkjandi ætti sem bezt að
útskýra fyrir börnurn. Aðflutningar vorir frá kaupstöð-
unum og til þeirra eru nær eingöngu á opnum skipum
stórum og smáum. í ferðunum legast mönnum opt
langan tíma, fá hrakninga, eyðileggja opt vörurnar og í
slíkum ferðum verður opt manntjón. |>etta or sú fyr-
irrnynd af samgöngum á sjó, sem vor uppvaxandi kyn-
slóð hcfir. Börnum á að kenna, livernig samgöngureru
hafðar á gufuskipum, smærri og stærri, á sjó, ám og
stöðuvötnum í öllum nágrannalöndum og yfir höfuð
þeim löndum, sem siðuð kallast. Beinlínis og óbein-
línis sparnaður ætti að gerast skiljanlegur, skemmtun
og hægðarauki og þýðing fyrir viðskiptin. Eins og opt-
ar má sýna þetta með dæmi; við skulum taka norskau
og íslenzkan bónda, þeir eiga báðir heima inn í firði
og þurfa báðir að sækja nauðsynjar sínar eða seljavöru
sína í þeim stöðum, sem liggja út með firðinum. Hinn
íslenzki bóndi lætur sækja hesta sína um morgun, legg-
ur reiðinga á þá og lætur upp á þá klyfjar, ferðast
síðan allan dag til kvölds og teymir lest sína eptir