Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 27
PRóFESSOR RICHARD BECK:
Tómas Guðmundsson skáld
fimmtugur
Laust efti r áramótin 1951 átti
Tómas Guðmundsson skáld fimm-
tugsafmæli. Nýtur hann óvenju-
^ega víðtækra og vaxandi vinsælda,
°g sýndi það sig eftirminnilega á
þessum merku tímamótum ævi
hans, því á sjálfan afmælisdaginn
barst honum slíkur sægur heilla-
oska- og þakkarskeyta víðsvegar af
landinu, að þess munu fá eða engin
hæmi um íslenzkt skáld. Dvaldi
hann þann dag austur í Grímsnesi
a bernskuheimili sínu, en hann er
maður hlédrægur að eðlisfari; mun
hann og hafa rennt grun í, hver
aðsúgur myndi hafa verið að hon-
um gerður af fjölmennum hópi vina
°g velunnara, hefði hann verið á
heimili sínu í höfuðstaðnum á sjálfu
afmælinu.
Eigi slapp hann þó við það, fremur
eia maklegt var, að vinir hans og
aðdáendur hylltu hann í tilefni
þess, að hann hafði hálfnað öldina;
laugardagskvöldið næsta eftir af-
mælið héldu þeir honum afar fjöl-
mennt, virðulegt og glæsilegt sam-
sæti í Reykjavík, vottuðu honum
þar virðingu sína og þakklæti í
ræðum og ljóðum, og sýndu honum
ýmsa aðra sæmd. Var þar saman
komið mannval mikið úr öllum
stéttum. Hafði dr. Páll ísólfsson
tónskáld veizlustjórn með höndum,
en dr. Sigurður Nordal prófessor
flutti aðalræðuna fyrir minni
skáldsins, og þarf eigi orðum að því
að eyða, hverjum snillingshöndum
hann hefir farið um jafn hugþekkt
efni og skáldskapur Tómasar er öll-
um ljóðavinum. Sjálft flutti skáldið
í samsætinu bráðsnjalla ræðu, er
sögð er að hafa verið hvorttveggja
í senn mögnuð gamansemi og
þrungin alvöru, en þeim andstæðu
meginþáttum eru snilldarleg kvæði
hans haglega slungin.
Einn af skólabræðrum Tómasar,
séra Sigurður Einarsson, sem sjálfur
er kunnur rithöfundur og skáld,
hyllti hinn gamla félaga sinn fimm-
tugan í fögru kvæði (Alþýðublaðið,
13. jan. 1951), og túlkar þar jafn-
framt trúlega drauma vor allra,
sem áttum leið saman á skólabekkn-
um fyrir þrem áratugum, er hann
segir:
Oss dreymdi það aldrei að eignast
hús eða skip,
og undur, hvað við gátum lifað án
fégróða tækja,
en skunduðum veg vorn, þótt
skórnir lækju sem hrip,
í skoðun nýrrar dýrðar frá morgni
til kvelds.
Oss dreymdi um eilíft hof hins
heilaga elds