Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 82
62
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Jónsson. Síra Benjamín sagði að
bók þessi væri skáldverk, en síra
Björn að allur sannur skáldskapur
væri innblásinn.
Hér er því ekki í geitarhús vísað
að leita ullar. Efnið er í stuttu máli
þetta: Ung kona tók að ímynda sér,
auðvitað af leyndri þrá, að hún ætti
dóttur — litla í fyrstu, en vaxandi.
Hún varði sínu nauma vinnukonu-
kaupi til að kaupa vöggu, rúmföt,
klæðnað, mjólkurpela og tottur, ör-
yggisnálar og bleyjur og líklega lít-
inn náttpott og ýms leikföng — yfir
höfuð alt sem barni er nauðsynlegt
til vaxtar og viðgangs, en fór sjálf
alls á mis eins og fátækri móður
sæmdi. Nágrannakonurnar, sem
ekkert voru nema gæðin, sem giftar
konur eru yfirleitt, sáu að unga
móðirin tók alt of nærri sér við
„forsorgunina“ og hvöttu hana til
að verja kaupi sínu til að kaupa
utan á sjálfa sig, aftur skyldu þær
leggja barninu til það sem það
þyrfti nauðsynlegast.
Unga móðirin sannfærðist nú um
að hér var um meira en ímyndun
að ræða; unga dóttirin var orðinn
veruleiki; grannkonurnar góðu
trúðu því að hún væri til. Ekki leið
á löngu unz unga dóttirin gerðist
sýnileg og áþreifanleg móður sinni,
tók að hjala og síðar að tala. Grann-
konurnar tóku að sjá hana og finna
svo glögt að þær gátu mátað á hana
fötin og séð hvað færi henni bezt
og fylgst með henni á hennar
þroskabraut. Þær tóku að sér að
halda upp á afmælið hennar, gáfu
henni kostulegar afmælisgjafir og
buðu telpum á hennar reki, ásamt
mæðrum þeirra, í afmælisgildið.
Kepptu boðsgestir hver við annan
að sýna henni ást og blíðu. Litlu
telpurnar léku við hana, en konurn-
ar sátu undir henni til skiftis,
kystu hana og struku á henni hárið
sem féll í gullnum lokkum.
Jafnaldrar mínir og eldri menn
(íslenzkir) sem muna hvernig ís-
lenzkan var töluð á fyrstu árum Is-
lendinga í þessu landi, geta vitnað
með mér, að íslenzkan hefir aldrei
verið eins vel lifandi og nú í dag.
Landshornamál, sem var mjög á-
berandi, hefir ekki heyrst, sem af er
þessari öld, og enskuslettur stöðugt
farið minkandi. Ekki verður sagt að
allir af sama landshorni töluðu eins;
margir voru alveg lausir við mál-
skrípi og töluðu hreint og fagurt
mál. Fáeina Sunnlendinga þekti ég
og einn Vestfirðing (líklega úr sókn
síra Árna) sem höfðu d-hljóð fyrir
t-hljóð, b-hljóð fyrir p-hljóð. „Vildu
kauba minkinn? Leifi minn skaud
hann í fljódinu“. Fólk þekti ég úr
Borgarfirði eystra sem hafði d-hljóð
fyrir ð-hljóð sem vottar fyrir 1 þess-
um vísuhelmingi:
„Fordum í Borgarfirdi
Fór ég um bord med korda“.
Þó með ólíkindum sé, þekti ég
einn úr Þingeyjarsýslu sem hafði
e-hljóð fyrir i-hljóð, ö-hljóð fyrir
u-hljóð, ðs-hljóð fyrir x-hljóð, sagði
mekið fyrir mikið, prekið fyrir prik-
ið, spek fyrir spik. „Uðsarnir eru
hnöttóttir af speki“. „Taktu beblíuna
ofan af hellunni og settu hana hérna
á melli okkar, veð skölum veta
hvort hann þorir að koma nálægt
beblíunni .... Veiztu hver er á
melli okkar nú? Gvöð er á melli
okkar“.
Ekki vissi ég dæmi til að börn og
unglingar tækju þessar mállýzkur
upp eftir foreldrum sínum. Svo
glögg voru þau á fegurð málsins að