Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 121
ÞINGTÍÐINDI
101
nienn út um bygöir og hér I bænum virtu
þaö viö nefndina, og tækju þessa van-
rækslu ekki of nærri sér. Svo er annaö
sem ber aö athuga I þessu sambandi; þaö
er réttur deilda, og þar meö deildarinnar
Prón I Winnipeg. 1 tilætlaöri lagabreyt-
ingu er tekiö fram aö hvert þing eigi aö
ákveöa staö og tíma næsta þings. Ef sam-
þykt væri aö hafa þing á öðrum stað en
I Winnipeg, þá væri deildin Frón beitt ó-
réttlæti, því hún ein, af öllum deildum fé-
lagsins, eins og tekið er fram I 21. grein
iaganna, hefir ekki rétt til að veita full-
trúum né öðrum að fara meö atkvæði inn á
þing. Þannig, ef að þingið væri t. d. áMoun-
tain, hefði deildin Báran sitt fulla atkvæða
híagn, en Frón ekki nema eftir þvt, hve
margir fulltrúar frá Winnipeg kæmu á
Mng. Af þessu skoöa ég, aö þegar um
lagabreytingu er að ræða í sambandi við
þingstað og tima. þá veröur óhjákvæmi-
'eSt að gera breytingu á 21. lagagrein um
ieiö, 0g fella þar úr síðustu setninguna.
En hér á þessu þingi veröur sams konar
tiilaga gerö af fuiltrúum Fróns.
En nú með þessum inngangi og þessari
SreinargerÖ, vil ég víkja að öðrum málum.
Áriö hefir verið atburðarikt ár, bæði
•leima fyrir og erlendis, I lífi vor einstakl-
in&a, I starfi félagsins, I þjóöarmálum og
alheimsmálum. Þar sem, I fyrra, er vér
kornum saman, áttu engar þjóðir 1 ófriði,
eru nú sameinuðu þjóðirnar að gera til-
raun, á erlendri strönd, að varðveita
t'ið heimsins með hervaldi. Margar mis-
nuinandi skoðanir eru á þessum bardaga,
h^eði innan og utan þeirra þjóða, sem
e*nan þátt eiga I honum, og hafa sumir
'*tiö efasemd slna I ljósi um að þetta sé
1' tta eða besta aðferðin; hvort að sam-
'inuðu þjóðirnar hafi ekki hlaupið á sig,
6 a hvort herforinginn, sem ræður hefir
e ki tekið sér meira vald I hendur en til
ætlast, og ýmislegt annað I sama sam-
bandi.
En hvað sem þvl líður, eru þúsundir
tnanna, hermanna og saklausra og óháðra
e híða bana á spjótum stríðsguðsins. Og
setur verið hlutlaus. Hver einasti
vja Ur verÖur að glíma við sína eigin sam-
egS Ul ráðgera við sjálfan sig hvað sé,
Ula s6 ekki ákveðnasta og vissasta leiðin
ha íl'Í'5ar’ hvort aö sú aðferð, sem
þánn ve,ur sér að styðja sé I samræmi viö
. tr1t’ sem hann játar I samræmi við
'’iila guðs!
1 millitlðinni eru ungir og efnilegir
menn, blómaval þjóðanna, að deyja er-
lendis.
Hér heima fyrir hefir árið lika verið
atburðaríkt og að nokkru leyti róstusamt
og hafa flestir bændur sem bæjarbúar
fengið að kenna á þvl. Vorið kom seint
og var kalt og þar af leiðandi gátu bænd-
ur ekki sáð I akra slna fyr en seinast I
mai og fram yfir miðjan júnímánuð og
e. t. v. seinna. Sumarið var kalt og haust-
ið rigningasamt. Uppskeran var þess vegna
miklu seinni en vanalega með þeim af-
leiðingum, sem allir þekkja.
1 Winnipeg og bæjunum með fram
Rauðánni alla leiðina suður fyrir Grand
Forks, ^— varð stórflóð, hið stærsta sem
þekst hefir I Rauðárdalnum á þessum
síðustu hundrað árum. Rauðáin flæddi út
yfir bakka sína og fór alt á kaf beggja
megin ái-innar á næstum þvl hundrað
mílna svæði. Hús í Winnipeg og með fram
ánni stóðu á kafi I vatni, og langt var
komið fram á sumar áður en hægt var að
fara að vinna akra, en þá orðið of áliðið
til að sá I þá. Og jafnvel þó að sáð væri
og hveiti yxi, þá urðu miklar skemdir á
uppskerunni vegna bleytu og óhagstæðrar
tíðar um haustið.
Sem betur fór, býr meirihluti fslend-
inga I Winnipeg I vesturbænum, en þang-
að náði flóðið ekki. Og þó að fáeinir ís-
lendingar yrðu fyrir skemdum á flóð-
svæðinu, voru þeir tiltölulega mjög fáir.
Ég frétti sunnan að frá Grand Forks, að
Dr. Richard Beck og fjölskylda hans
hefðu orðið að flytja sig tvisvar úr húsi
sínu, en okkur hér norður frá gafst lítill
tími til að liugsa til annara, því hér var
flóðlð stórfeldara en á nokkrn öðnr svæði.
Um mitt sumar skall fellibylur á I Win-
nipeg og urðu þá aftur töluverðar skemd-
ir. En aftur sluppu fslendingar furðu vel.
Innan félagsins hefir árið líka verið
atburðaríkt ár, sem byrjaði með þing-
haldinu I fyrra, einu af hinum bestu þing-
um, sem við höfum lengi haft.
En nú vil ég snúa mér að öðrum og
þýðingarmeiri málum, og aftur, eins og i
fyrra, þakka öllum mönnum, undantekn-
ingarlaust, sem þátt hafa átt I starfsemi
félagsins og hjálpað við að styðja að mál-
um þess og koma þeim í framkvæmd. Og
þar tel ég ritara okkar með.
En ekki er annað hægt að segja, en að
þetta hafi verið gott ár og framfara- og
atburðaár mikið. Enn helst meðlimatala