Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 36
16
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ins (1940), eru mörg kvæðin, og sum
af þeim allra fegurstu, ort undir á-
hrifum frá þeirri minnisstæðu för,
er opnaði skáldinu nýja heima. Hér
eru einnig eigi allfá kvæði, er
sverja sig í ætt til fyrri bókar hans,
Fagurrar veraldar, um efni og anda,
svo sem „Skólabræður“ og „Post
jucundam“, ný blóm í garði djúp-
stæðra minninganna frá æskudögum
og æskuyndi, og formsnilldin er söm
við sig; jafnframt er slegið á léttari
strengi. Sannleikurinn er sá, að í
báðum fyrrnefndum kvæðum, og
bókinni allri, er leiftrandi kýmnin
bæði einkar áberandi og að sama
skapi hugþekkt sérkenni skáldskap-
arins, og jafnframt auðugri og
þroskaðri en áður. Þetta kemur eftir-
minnilega fram í hinum frábæru
kvæðum „Þegar ég praktiseraði“ og
„Víxilkvæði“.
í fyrra kvæðinu lýsir skáldið því
með ljóðrænni kaldhæðni, er hann
gerðist lögfræðingur, biðinni eftir
viðskiptamönnunum, sem aldrei
komu, og sá hann því þann kostinn
vænstan að fara að yrkja kvæði á
skjalapappírinn, stefnu- og víxla-
eyðublöðin, þangað til pappírinn
var genginn til þurrðar, og ekki
annað fyrir hendi en að loka skrif-
stofunni, en látum skáldið sjálft
segja sögulokin:
En seinast, þegar eyðublöðin entust
mér ei lengur,
hvað átti ég þá framar við skrifstofu
að gera?
Með kærri þökk fyrir viðskiptin ég
kunngerði eins og gengur,
að cand. jur. Tómas Guðmundsson
væri hættur að praktisera.
Seinna kvæðið er alveg sérstakt í
sinni röð, því að það er ramm-kými-
leg sjálfsævisaga víxils, sem nú á
að framlengja í fertugasta sinn. Hið
eftirtektarverðasta um þetta kvæði
er þó það, hversu vel skáldinu tekst
að klæða þetta hversdagslega við-
fangsefni í lifandi persónugerfi og
gera það táknmynd úr mannlífinu.
Hæfileiki skáldsins til að flétta
saman hreina ljóðrænu og leiftrandi
kýmni nýtur sín ágætlega í kvæð-
inu „Garðljóð11, úr ítalíuferðinni, og
„Jónsmessunótt“, eins og nafnið
bendir til með þjóðsögublæ; lýsir
það álfahátíð á Jónsmessunótt, og
fellur léttstíg og hröð hrynjandin
ágætlega að efninu:
Og dátt skal dansinn stiginn
fyrst dagurinn er hniginn
og enginn álfur telur
það eftir sér að vaka.
Og álfar berja bumbur
og blása í álfatrumbur
svo dýrin fara í felur
en fuglar hætta að kvaka.
Og aldnir álfar labba
og álfakarlar rabba
um hagi sína saman
og sælli stunda minnast.
Þeir totta tómar pípur
og tregi hjörtun grípur.
Ó, Guð, hve þá var gaman!
Hve gott var þá að finnast!
Aðal bókmenntagildi bókarinnar
er þó, eins og í Fagurri veröld, í ljóð-
rænu kvæðunum. í kvæðinu „Við
Miðjarðarhafið“ lýsir skáldið á lit-
auðugan hátt náttúrufegurðinni á
þeim slóðum, og með enn meiri
djúpskyggni, þeim skáldlega inn-
blæstri og þeirri innsýn, sem hann
varð aðnjótandi í því sögulega og
rómantíska umhverfi: