Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 91
Á VORDÆGRUM
71
miklu ægilegra en hún. Við það
réðu þær ekki, þessar margreyndu
og þrautseigu æðarkollur.
Harmi þrungnar og vonsviknar
biðu þær ósigur. Sumar þeirra héldu
sig enn um stund í nánd við fyrr •
verandi heimili sín, eins og þær
gsetu ekki slitið augun af staðnum,
þar sem eggin höfðu legið og hlýnað
af hkama þeirra fjölmörg dægur,
köld og löng. Helzt var að sjá svo,
að þeim væri ekki auðið að trúa
sínum eigin augum, að þeim fyndist
þetta eigi geta verið satt. Loks flugu
þaer samt á burt og bændur þeirra
með þeim, hver hjónin af öðrum,
þar til Birtingur og Díla voru ein
eftir.
Fagurt kvöld þegar hlákan stóð
sem hæst, sást ofurlítil sprunga á
einu egginu í þessu staka hreiðri
sunnan undir efsta barði Víðeyjar.
var jökulmóðan búin að færa
aflar aðrar hæðir í kaf. Suðvestan
eeðistormur skóf vatnið yfir kolluna,
er sat þar á eggjum sínum og beið
eftir, að þau unguðust út. Hún var
einráðinn í að gefast ekki upp, fyrr
en yfir lyki. Á efsta hnjótinum sat
nú blikinn, rétt við hreiðrið, vildi
ekki bregðast henni á úrslitastund.
Að forfallalausu mundu flest eggin
springa næsta dag, börnin losna úr
þessum hörðu reifum og verða
frjáls.
— Þá syndi ég með þau á bakinu
yfir öldurnar niður Fljótið, sagði
Díla lágri fagnandi röddu.
/ Við skulum vona það, góða mín,
tok Birtingur undir. Þó var efa-
keimur í kvaki hans. En hann vildi
síður en svo auka á kvíða konu
sinnar, sem innst inni bærðist í
brjósti hennar, því að stöðugt óx
Fljótið.
— Hvaðan kemur allt þetta vatn?
spurði hún. Aldrei hefur annað eins
flóð komið yfir þessa ey, svo að ég
muni.
— Mig rekur ekki heldur minni
til þess, gegndi hann, en reyndi að
sýnast rólegur.
Úðaausturinn gerði þau bæði
gegnvot. Straumröstin ólgaði við
hreiðurbarminn. Svo fylltist hreiðr-
ið af vatni, kolmórauðu, sárköldu
jökulflóði. Þá var sprungið fyrir á
þrem eggjum. Kollan sat þó kyrr
enn um stund, þó að hún ætti bágt
með að vernda þau og verma. Eggin
flutu upp úr hreiðurbotninum og
kólnuðu jafnóðum af völdum þessa
ískalda, beljandi vatns. Þar kom og,
að henni varð um megn að hemja
þau innan vébanda hreiðursins.
Hún var sigruð.
Straumalda, knúin af harðri vind-
hviðu, skolaði öllum eggjunum
brott. Kvikandi hringsveipir Fljóts-
ins velktu þeim á víð og dreif. Enn
um stund mátti sjá þau fljóta á
bylgjukömbunum hér og þar. Loks
hurfu þau alveg í þessa ógurlegu,
sogandi móðu.
Vindstrokur þutu yfir með vax-
andi hraða, blístruðu og hvæstu
sem rándýr yfir bráð sinni. I suður-
átt hækkaði vatnsborðið enn þá
verulega. Straumröst skolaði yfir
hæsta koll Víðeyjar. Aðeins hæstu
greinar efsta runnans teygðu sig
upp úr vatninu, og minntu helzt á
fingur drukknandi manns, er gerir
hinztu tilraun til bjargar, áður en
hann sekkur í djúpið.
V.
Æðarhjónin hafa flutt sig yfir að
strönd hins nýja fjarðar, handan við
Fljótsbakkann, sem einnig er kom-