Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 46
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Rósa — Og hvernig á þá að skýra
áhuga þinn fyrir að finna þér óvið-
komandi mann?
Bæarsi. Skyldurækni. Ábyrgðar-
tilfinning. Heiður Bæarbæar. Líf
manns eða lík í veði. Það sem þér
viljið að mennirnir geri yður
o. s. frv. Ég ber fult traust til einka-
ritara míns, að gera málefninu góð
skil.
Rósa — Ég er þakklát og upp með
mér, af hversu mikið traust bæar-
stjórinn ber til mín, en um leið
hrædd við ábyrgðina, sem- þessu
fylgir.
Bæarsi. — Einginn þekkir betur
til þess, sem ég hefi afkastað í Bæar-
bæ, en þú.
Rósa — Satt er það. En hleri þess-
ir fréttamenn eitthvað um uppi-
standið, sem varð milli prestsins og
bæarráðsins, út af sjúkrahúsreikn-
ing Hjörvarðar forðum. —
Bæarsi. — Fjandann ætli þeir viti
um það. Enda kemur það ekki leit-
inni við. Svo gerði bæarráðið aðeins
skyldu sína með því, að neita að ausa
út fé almennings þvert ofan í öll
lög og aukalög.
Rósa — Veit ég vel. En væri ég
að safna fréttum um þetta, og hefði
tækifæri til að krydda þær með inn-
skoti um prestinn og þetta, sem
hann kallaði harðýðgi og smásálar-
skap bæarráðsins. —
Bæarsi. — Slúður! Hreint og
beint slúður. Svo vita þeir, sem
kunnugir eru öllum málavöxtum, að
presturinn og allir hans fylgifiskar
eru óforskammaðir rauðliðar. Og
hver tekur mark á þeim óþjóðalýð?
Eða presti, sem les fjallræðu frelsar-
ans af stólnum, eins og kafla úr hag-
fræðibók tuttugustu aldarinnar, án
þess að sýna lit á, að leggja út af
henni eins og hverju öðru guðsorði?
Rósa — Svo geta þessir frétta-
snapar þefað upp ummæli Hjör-
varðar um flóðgarðinn við Bæar-
vatn, og farið að spyrja mig um
það.
Bæarst. — Meira slúður!
Rósa — En Flesjubúar og prestur-
inn tóku mark á því.
Bæarst. — Vitaskuld söng prest-
urinn í þeim tón. Hvers vegna?
Náttúrlega til þess að vekja óánægju
og kvíða meðal Flesjubúa. Sú er
aðferð allra rauðliða, til að splun-
dera lýðræðinu.
Rósa — En það eru líka fréttir. Og
nú vill svo illa til, að Bæará er í
óvanalegum vexti og hærra í vatn-
inu en ég man eftir.
Bæarst. — Þú ert þó ekki farin
að leggja trúnað á bölvað masið í
honum Hjörvarði.
Rósa — Það hefir ekkert að segja,
hverju ég trúi eða trúi ekki. Spurs-
málið er hvaða fréttir berast héðan
af Hjörvarði og bæarstjóranum. Og
eins og útlitið er með Bæarvatn,
gæti slúður Hjörvarðar talist fréttir,
sér í lagi, hafi fréttamenn hlerað
eitthvað um, hvernig kjaftæði hans
spilti sölunni, fyrir þér, á Flesjunni,
eftir að þú lézt mæla hana í hús-
lóðir.
Bæarst. — Og ég skattaður marg-
falt! En þú hefir ekkert orð á þessu
við fréttamennina. Hjörvarður getur
verið dauður, legið á botni Bæar-
vatns, og því ekki kristilegt, að hafa
óknytti hans í hámælum.
Rósa — (Brosandi) Satt er það. En
varla mundi það rýra álit manna á