Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 76

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 76
56 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ystu? Nei, ég held nú síður en svo. Og hvaða náungar eru þetta? mér er spurn. Þú hefur verið mér stundum önug, Eva, og dálítið örðug með sprettum, eins og þú hefðir hugann einhvers staðar langt í burtu en ekki hjá mér. Og þrisvar hefurðu hlaup- ið frá mér fyrir það eitt, að ég dangl- aði pínulítið í þig til að kenna þér betri mannasiði. Og aldrei vildirðu segja mér hvar þú hefðir verið, þeg- ar þú komst aftur hnarreist eins og drotning, og vildir ekki taka mig aftur í sátt, fyrr en ég bað þig for- láts á knjánum, sem ég gerði vegna barnanna, sem öll voru að fara í óhirðu hjá mér og fengust aldrei til að þvo sér á meðan þú varst í burtu . . . Nú greip Eva fram í fyrir Adam og mælti fastmælt: „Hættu nú! Þetta er sú lengsta ræða, sem út úr þér hefur komið um dagana, og sú allra óþarfasta. Farðu nú aftur til vinnu þinnar, sem þú skilur, en hugsaðu ekki um það, sem þú hefur ekkert vit á“. „Þú fipaðir mig Eva og tókst frá mér orðið en ferð alt af undan í flæmingi“, svaraði Adam og reyndi að stilla sig. „En ég fer ekki fótmál héðan fyrr en þú gefur mér greið svör, og segir mér alt, sem þú veizt um þessa menn, sem mig hefur lengi grunað að þú hafir verið hjá, þegar þú hljópst frá mér“. „Þú ert heimskingi, Adam, sem aldrei vitkast . . . .“ Nú var það Adam, sem greip fram í fyrir Evu og glotti við tönn: „O, ekki er nú ættin mín svo slæm, að ég sæki glópskuna þang- að — en það dregur hver dám af sínum hvílunaut“. Nú var Evu meir en nóg boðið. Hún reyndi heldur ekki til að stilla sig lengur en hreytti út úr sér í mikilli bræði: „Þú óskar sannleikans, leirhaus- inn þinn, sem varst skapaður úr moldarhrúgu eða mauraþúfu, og ert yngsti græningi allra græningja á þessari jörð okkar, sem þú heldur að sé þér undirgefin en er það ekki, því það er hún sem skamtar þér en þú ekki henni. Þú heldur, þrátt fyrir alla vesalmensku þína, að þú sért eitthvert meistaraverk í náttúrunni og öllu æðri á þessari jörð, og vilt drotna yfir mér, sem þú gerir svika- laust, og yfir Skapara þínum ef þú gætir. Þú heimtar að vita sannleik- ann, sem þú skilur ekki, og sem færir þér bölvun en ekki blessun, og malar mjölinu smærra hallir hé- gómagirni þinnar, sem þú hefir reist þér himni hærri“. Eva blés mæðinni nokkur andar- tök til að sækja í sig veðrið. Það brann eldur úr augum hennar, sem Adam óttaðist öllum eldi meira. Nú greip hann ekki fram í fyrir henni lengur. Hann draup höfði og starði óttaslegnum augum, sem ekkert sáu, niður á moldargólfið og heyrði Evu spyrja: „Adam Leirsson! Veizt þú hver elskaði mig fyrst?“ Adam hrökk við og kipraðist allur saman eins og hann hefði verið stunginn. Samt mumpaði eitthvað í honum, sem átti víst að þýða: „Það var ég!“ En Eva leit ekki á hann, hálfboginn og kúrulegan. Hún stóð teinrétt eins og myndastytta, sem látin er horfa móti sólaruppkom- unni. Og augu hennar sáu ekki neitt nema innri sýnir frá sinni fullorðnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0827-9462
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
50
Skráðar greinar:
32
Gefið út:
1919-1968
Myndað til:
1968
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit-Winnipeg : Þjóðræknisfélag Íslendinga, 1919-1969.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.1951)
https://timarit.is/issue/356879

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.1951)

Aðgerðir: