Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 64
44
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kortum. Vísnaskýringar eru líka í
þeim. Líklega eru þær hinar ódýr-
ustu sögubækur, sem hægt er að fá
á íslandi nú, því tillag til Menning-
arsjóðs og Þjóðvinafélagsins er að-
eins 30.00 krónur á ári.
Víkjum nú aftur að útgáfu Lax-
ness og Ragnars Jónssonar. Það mun
hafa verið ætlun þeirra að prýða
þær myndum eftir nýtízku lista-
menn, enda komu síðar út sérstak-
lega Myndir í Laxdælu og Hrafn-
kötlu úr útgáfu Halldórs Kiljans
Laxness eftir listamanninn Gunn-
laug O. Scheving (Reykjavík 1942).
Með þessum myndum nálguðust
útgáfur þessar það að vera skraut-
útgáfur, þótt hvorki brot þeirra né
band gæfi átyllu til þess. En ekki
leið á löngu, unz Ragnar fór að gefa
út reglulegar skrautútgáfur, í stóru
fjögra blaða broti, á góðum pappír,
bundnar í dýrt band og mynd-
skreyttar spjalda í milli. Fyrsta bók
af þessu tæi var Heimskringla
Snorra (Helgafell 1944) í tveim
bindum bundnum saman og skreytt
hinum frægu norsku myndum úr
aldamótaútgáfunni (1899) norsku,
en sú útgáfa hefur ávallt síðan verið
ein vinsælasta alþýðubók í Noregi,
bæði í stóru skrautútgáfunni, og þó
líklega einkum í hinni litlu hand-
hægu, smækkuðu útgáfu. Um út-
gáfuna sá Steingrímur Pálsson,
prentaði hann upp texta Finns Jóns-
sonar frá 1911. Magnúsar saga blinda
(Helgafell, 1944) virðist ekki vera
annað en sérprentun úr þessari
Heimskringlu Helgafells, hvernig
sem á henni stendur.
Nú rak hver skrautútgáfan aðra
í Helgafelli og sá H. K. Laxness um
næstu tvær bækurnar Brennu-
njálssögu (1945) og Greiiissögu
(1946), er báðar voru prentaðar með
nútímastafsetningu. Skrifaði Lax-
ness stutta formála fyrir báðum, og
þó merka vegna athugasemda þeirra
er þetta slynga skáld og listamaður
hafði að gera um hin fornu lista-
verk. Báðar bækurnar voru líka
myndskreyttar af nýtízku lista-
mönnum: Snorri Arinbjarnarson,
Þorvaldur Skúlason og Gunnlaugur
Scheving skreyttu Njálu, en Þor-
valdur Skúlason, Gunnlaugur Sche-
ving og Ásgeir Júlíusson Greiilu.
Allmargar myndirnar sýndu aug-
Ijós áhrif frá myndum hinna norsku
meistara í Heimskringlu, sem áður
er getið. Hinar myndirnar eru í
sterkum og stórkarlalegum nýtízku-
stíl, sem virðist ekki eiga illa við
hetjusögurnar, enda hefur hann
fengið mjög mikið lof íslenzkra
listamanna.
Árin 1946—47 kom út tólf binda
útgáfa af íslendingasögum (svo-
kölluð), gefin út af Guðna Jónssyni,
en kostuð af íslendingasagnaútgáf-
unni í Reykjavík.
Þetta var álþýðleg textaútgáfa, í
sama broti og að öðru leyti svipuð
útgáfu Sigurðar Kristjánssonar, en
frábrugðin henni í því, að hér er
mörgum sögunum safnað í eitt bindi
(eins og í í. F., mest eftir því hvar
þær eru í sveit settar, t. d. Borg-
firðingasögur, Austfirðingasögur
saman) þar sem Sigurður Kristjáns-
son gaf út hverja sögu sérstaka.
Mikilsverðara var þó það, að hér
eru prentaðar 33 sögur og þættir,
sem Sig. Kr. hafði ekki tekið með
í safn sitt, af ýmsum ástæðum, en
helzt vegna þess að þessi rit þóttu
ósannsöguleg, enda voru þau mörg
sannanlega mjög ung. Samt sem
áður verða þessi rit ekki annars