Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 84
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hefir til þessa verið sneytt hjá
Hancock, Alcock og Feathercock.
Þá hefir það ekki alllítið stuðlað að
þróun íslenzkunnar í þessu landi,
að íslendingar eru fyrir löngu hætt-
ir að taka sér ensk nöfn. Hvort-
tveggja er, að þess er ekki lengur
þörf og hitt, að slíkt gæti valdið
ýmsum vandræðum og glundroða í
viðskiftalífinu. í því sambandi vil
ég geta þess að nýlega bar ég gæfu
til að kynnast ungum V.-íslendingi,
uppfæddum í þessu landi af þriðju
kynslóðinni. Hann er náið skyld-
menni Helga Péturs, heimspekings,
talar og ritar íslenzku, leggur stund
á ættfræði og er talinn af þeim, sem
ekki þekkja hann, jafnoki Steins
Dofra í þeirri vísindagrein. Hann
hafði keypt sér nýjan Fítons-vagn
og fór því inn í stjórnarkontór að
fala ökuleyfi, sagðist heita Hal.
Stjórnarþjónninn spyr hann hvort
Hal sé hans rétta nafn. Hal sagðist
að sönnu heita miklu lengra og full-
komnara nafni, en það væri íslenzkt.
Stjórnarþjónninn gaf honum föður-
lega áminningu, sagði að það væri
ekki gerlegt nú á dögum að ganga
undir fölsku nafni, enginn kæmist
langt með því móti; ef hann hygðist
að fá ökuleyfi yrði hann að segja
sitt rétta nafn og ættarnafn, annað
gæti ekki komið til greina. Hal tók
það skýrt fram að hann skammaðist
sín ekki fyrir sitt íslenzka nafn,
sagðist heita fullu nafni Jóhann
Olafur Jóhannsson Norman, Jóns-
son, Jónssonar, Jónssonar, Erlends-
sonar bónda í Málmey, sem sökk í
Bolabás seytján hundruð og eitthvað.
Hann sagðist geta bætt því við að
sér hefði þótt sitt íslenzka nafn of
langt og af nærgætni við sína hér-
lendu samborgara gert tilraun að
stytta það — þess vegna kallað sig
Hal.
Stjórnarþjónninn sagði:
I dont blame you.
Að endingu bið ég góðfúsan les-
anda að haga sér gagnvart þessari
ritgerð eins og læknir nokkur gagn-
vart konu sem meiðst hafði í raf-
magnsþvottavél. Honum datt ekki
til hugar að líta á sár hennar. En
eftir að hafa skoðað þvottavélina í
krók og kring, fór hann heim.
Yfir Flösku
úr bréíi frá G. J. G.
Þá er flaskan full, er mér
finnst ég ekki hálfur.
Þegar flaskan ófull er,
er ég fullur sjálfur.