Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 28
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
og hvernig þá náð mætti öðlast að
líta hann — og sækja.
Til þess skyldi brotizt á yztu
endimörk heims,
já, yfir þau takmörk stigið, sem
regin banna
að skynja, og höndla hið vígða
vafurlog hans
og vald til að tendra það fyrir
augliti manna.
Svo dreymdi oss í æsku, — og
vissum að tónninn var til,
sem tekur yfir hvern mishljóm í
aldanna niði,
að veikasti ómur hans brúar
sálnanna bil,
er blikandi vængur, sem lyftir
ómálga þrám
og stefnir óskum vor allra til sama
lands.
Hann vígir fegurð allt böl og baráttu
manns
og blóðugan valinn drottins heilaga
friði.
Sá tónn kvað í eyrum oss dulfagur
daga og nótt,
úr djúpum fjarlægra hafa bar ym
frá hans veldi
og kallaði þig til að vinna það
vökumannsstarf,
sem vígt er leit hans fram að
ævinnar kveldi.
Undir þetta tökum vér fornvinir
skáldsins og félagar heilum huga,
og jafn heilhuga samþykkjum vér
ummælin í lokaerindi kvæðisins,
sem vafalaust er einnig, hvað Tómas
skáld snertir, talað út úr hjarta
ljóðavina almennt með þjóðinni:
Ég efa það ekki, að vér leituðum
langt yfir skammt
og lykkjurnar urðu margar á flestra
vegi;
og hrakfarir nógar, — en heillastund
var það nú samt,
er heilagar dísir þér sýndu, hvar
nema skal stað.
Því betur, sem árunum fjölgar, vér
finnum, að það
var fyrsta árblik af þínum sigur
degi.
Þá skildist þér, vinur, að hof hins
heilaga elds
var hjarta þín sjálfs, og þar verður
strenginn að bifa
og seiða fram tóninn í auðmýkt og
ást til hvers lífs
á okkar dýrðlegu jörð. — Því mun
starf þitt lifa.
I.
Tómas Guðmundsson er fæddur
6. janúar 1901 á Efri-Brú í Gríms-
nesi og standa að honum traustar
bændaættir austur þar. Foreldrar
hans voru þau Guðmundur Ög-
mundsson, bóndi að Efri-Brú, og
kona hans Steinunn Þorsteinsdóttir
hreppstjóra á Drumboddsstöðum í
Biskupstungum, nú bæði látin fyrir
allmörgum árum.
Tómas lauk stúdentsprófi á
Menntaskólanum í Reykjavík vorið
1921. Var þá mikil skáldaöld í skóla,
eins og frægt er orðið, og hefir
skáldið lýst því á minnisstæðan
hátt í einu hinna snjöllu kvæða
sinna:
Þá færðust okkar fyrstu ljóð í letur,
því lífið mjög á hjörtu okkar fékk.
Og geri margir menntaskólar betur:
Ég minnist sextán skálda í fjórða
bekk.
Eftir að hafa lokið lögfræðiprófi á
Háskóla íslands 1926, stundaði