Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 50
30
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
um við að skrifa um bæarstjórann,
svo lesendum okkar verði ljóst,
hvers vegna hann brýtur sig í mola,
til að hafa upp á óviðkomandi
manni, sem honum ætti að standa á
sama um, hvort lífs er eða liðinn,
týndur eða fundinn.
Rósa — Heyrðuð þið þá ekki hvað
þulurinn sagði um bæarstjórann?
2. Fréítam. — Jú, en við þurfum
nánari lýsing á honum. Til dæmis,
hvernig lunSarfar hans er. Er hann
léttur í lund eða þunglyndur? Ör-
látur eða samansaumaður? Bráð-
lyndur eða rólyndur? Hjartagóður
eða harðlyndur?
Rósa — Bæarstjórinn er bara
fyrirtaksmaður í allan handamáta.
Og þið megið spyrja hvern sem þið
viljið, hvort ég segi ekki satt.
1. Fréiiam. — Við erum ekki að
rengja þig um mannkosti bæarstjór-
ans. En viltu þá ekki segja okkur
um eitthvert sérstakt atvik sem
sannar mannkosti hans?
2. Fréiiam. — Til dæmis, kær-
leiksverk hans.
Rósa — Sannar ekki þessi Hjör-
varðarleit eðallyndi bæarstjórans?
Subba — Segðu herrunum frá
kjólnum, sem hann keypti umkomu-
lausri en elskulegri blómarós.
Rósa — Blessaðir, hlustið ekki á
slúðrið í kerlingunni. Hún tautar
altaf einhverja vitleysu við sjálfa
sig. (Þögn. Handleikur símskeytið).
Subba — Það er nú af því ég hefi
ekki símskeyti til bæarstjórans, til
að skemta mér við.
2. Fréttam. — (Virðir Subbu fyrir
sér en ávarpar Rósu). Jæa, ungfrú
ætlarðu ekki að segja okkur frá
einhverju kærleiksverki bæarstjór-
ans, öðru en þessari mannleit?
Subba — Já, segðu herrunum um
kjólinn.
1. Fréttam. — Kjólinn!
Rósa — Þarna heyrið þið hvernig
hún lætur.
Subba — Kjörkaup á hundrað
dollara. (Þögn).
(Fréttamenn horfast í augu og
líta ýmist til Subbu eða Rósu).
Rósa — (Gerir sér upp hlátur).
Hún er farin að lifa upp æsku-
drauma sína.
2. Fréttam. — Lætur bæarstjór-
inn sig miklu varða störf líknar-
félaga bæjarins?
Rósa — Já, það má nú segja. Hann
er bókstaflega lífið og sálin í öllu
þessháttar.
Subba — Sérstaklega þegar unga
blómarós vanhagar um kjól.
Rósa — (Byrst). Hættu þessum
þvættingi. Farðu heldur og lagaðu
okkur kaffi. Þú fipar fyrir herrun-
um með flónsku þinni. Færðu okkur
sterkt kaffi; og svo máttu fara að
sofa.
Subba — Hverjum æth komi dúr
á auga, þegar kominn er dagur og
þessi ósköp ganga á? Og svo skyldi
spá Hjörvarðar rætast. —
2. Fréttam. — Hvaða spá?
Rósa — Farðu nú, Subba mín, og
lagaðu kaffið.
Subba — Æ, það var þetta, um
flóð. —
Rósa — (Stendur upp); Ætlarðu
að fara, eða þarf ég að sparka þér
út eins og hundi?
Subba — Má ég þá ekki bíða eftir
fréttunum frá Jóni-Jóni?
Rósa — Ég sagði þér að fara.
Subba — Ég skal fara. En mundu