Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 33
TÓMAS GUÐMUNDSSON
13
staett listaskáld hafði haslað sér völl
°g gengið til heiðurssætis á Braga-
bekk og í meðvitund og bókmennt-
Um Þjóðarinnar.
Hin „Fagra veröld“ skáldsins er
Urn annað fram heimur hjartafólg-
mna minninga hans frá skólaárun-
Um í hinni ungu og ört vaxandi
höfuðborg íslands, minningar, er
|egið hafa í dái, líkt og fræ í moldu,
1 huga hans árum saman og nú
úlómgast í allri fegurð sinni, sveip-
aðar rómantískum bjarma fjarrænna
töfra. Með fortíðina að baktjaldi og
1 ijósi hennar túlkar skáldið sam-
tiðina, því að sál hans bergmálar í
Seng allt það umhverfis hann, sem
^ninnir á liðna tíð. Og þegar hann
hugsar til horfinna daga, fyllist
njarta hans trega, er verður að hjart-
nsemum undirstraum sársauka og
saknaðar í kvæðum hans. Þessi geð-
lasr er færður í snilldarlegan bún-
ln§ í upphafskvæði bókarinnar,
i.Gömlu ljóði“, er lýkur með þessum
angurblíðu ljóðlínum og bæn til
næturinnar:
Dauð ertu, borg, og aldrei mun
æskan framar
astfangin vitja þinna rökkvuðu
garða!
Aldrei framar mun fagnandi dagur
rísa
°g fara með dansglaðan hlátur um
torg þín og stræti.
ieymd er þín saga og eigi sér enga
minning.
Eilífðin vaki hljóð yfir rústum
þínum.
p
n nott, þú, sem svæfir sorgir og
fögnuð dagsins
°g sumarsins dýrðar í fölnuðu laufi
geymir!
Ég veit, að augu þín lykja um ljósið
sem myrkrið.
Því leita ég horfinna geisla í
skuggum þínum.
Tak þú mitt angur og vinn úr því
söng, er sefi
söknuð alls þess, er var og kemur
ei framar.
Þó lifir æskuandinn enn í hjarta
skáldsins, og svipað Ómari hinum
persneska heldur hann áfram að
njóta líðandi stundar til fullnustu,
því að hann er sér þess fyllilega með-
vitandi, hversu lífið og lystisemdir
heimsins eiga sér skamman aldur.
Reykjavík er sá miðdepill, sem
þessi kvæði hverfa um, og sérstak-
lega aðalstræti hennar, Austur-
stræti, hjarta borgarinnar; og þessu
eftirlætisstræti sínu helgar skáldið
eitt af sínum ágætustu og snjöllustu
kvæðum, og er þetta fyrsti kaflinn:
Nú verður aftur hlýtt og bjart um
bæinn.
Af bernskuglöðum hlátri strætið
ómar,
því vorið kemur sunnan yfir sæinn.
Sjá, sólskinið á gangstéttunum
ljómar.
Og daprar sálir söngvar vorsins
yngja.
Og svo er mikill ljóssins
undrakraftur,
að jafnvel gamlir símastaurar
syngja
í sólskininu og verða grænir aftur.
Og þúsund hjörtu grípur gömul
kæti.
Og gömul hjörtu þrá á ný og sakna.
Ó, bernsku vorrar athvarf,
Austurstræti,