Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 49
HVALREKI
29
numiS staðar. Bæarstjórinn hefur
^ál sitt. En hann er of langt frá
^ér til þess þið heyrið orð hans
greinilega í útvarpinu. (Rödd bæar-
stjóra heyrist en ekki orðaskil). Nei.
Ég þykist vita, að þið heyrið ekki til
hans. Hann er að hvetja leitarliðið
ötullar framgöngu. Hér liggur
mikið við, segir hann og. — Hann
gefur mér merki um að nálgast sig.
Komist ég fljótt að bílnum, fáið þið
heyra ræðuna af vörum bæar-
stjórans. Bíðið bara augnablik.
(Þögn. — Fréttam. skrifa. — Rósa
handleikur símskeytið. — Subba
setur öskubakka hjá hverju þeirra
°g sópar í hægðum sínum, en gefur
Rósu auga. Öll þrjú kveikja í vindl-
higum),
Rödd bæarst. — Fylgið nákvæm-
^ega fyrirskipunum ykkar ágæta
foringja, lögreglustjóra Bæarbæar.
Hafið augun hjá ykkur og eyrun
líka. Hugsið ykkur, að þér séuð í
gullleit. Því maðurinn er eins og
gullið, meistaraverk skaparans.
^leymið, að þið eruð að leita að ein-
hverjum Hjörvarði, en munið að þið
leitið manns. Formaður hverrar
^eitardeildar ber á sér skammbyssu,
°g hleypir af skoti verði einhver í
hði hans var hins týnda manns,
^unns, hvort sem lífs er eða liðinn.
^g snúa þá allir leitarmenn hingað,
Því þá verður leitin á enda og ætlast
eg til, að allir mætist hér. Vonast ég
til að veita leitarmönnum hér við-
töku, ávarpa þá með nokkrum vel
völdum orðum og þakka góða fram-
gÖngu. Sjálfur veiti ég þeim for-
ustu, sem slæða Bæarvatn eftir líki
hins týnda. Að endingu vil ég minna
ykkur á orð heilagrar ritningar,
leitið og þér munuð finna. Og enn
fremur, það sem þér gerið einum af
mínum minstu bræðrum og svo
framvegis. Góða leit! Allir heilir,
unz vér sjáumst næst. (Heyrist lófa-
klapp og heyr! heyr!)
Rödd gönguþ. — Ég vona, að þið
hafið heyrt til bæarstjórans. Því nú
tókst honum upp eins og oftar. Var
aldeilis upplagður.
Subba — Og sei, sei. Sitt er nú
hvað. (Fréttamenn taka nú fyrst
eftir henni).
1. Fréttam. — Hver ert þú, gamla
kona?
Subba — Ó, mér er sosum eingin
launung á, að ég er kölluð Subba,
og er oft fengin til að þrífa til hér í
húsinu. En ekki skil ég í, að það
séu fréttir.
1. Fréttam. — Hver veit? Hafir
þú lengi unnið fyrir bæarstjórann,
er ekki ólíklegt, að þú getir gefið
okkur upplýsinar um hann.
Rósa — (Stygg). Já, hún Subba
gamla fer víst nær um það, en einka-
ritarinn hans.
Subba — Æ, blessaðir, leitið þið
upplýsinga um bæarstjórann hjá
henni Rósu. Hún er nærkomnari
honum en ég og þekkir betur á þann
heiðursmann.
Rósa — Vitleysa! Þú, sem ert svo
langt um eldri og reyndari en ég.
2. Fréttam. — Fyrirgefðu, ungfrú
góð. Þeir, sem lítilmótlegustu störf-
in vinna, glöggva sig oft bezt á inn-
ræti húsbændanna.
Rósa — (í trúnaði). Takið ekkert
mark á því sem kerlingin segir.
2. Fréttam. — Gott og vel. En þá
verður þú, að leysa ofan af skjóðunni
við okkur.
1. Frétíam. — Já, eitthvað verð-