Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 97
ÁÐUR ÓPRENTUÐ BRÉF
77
Þjóðverjar nokkru seinni, en hár-
vissari, og hlaupa aldrei á sig. —
En, Englendingar sjá aldrei að fyrra-
bragði, hvar feitt er á stykki, fyr
en hinir hafa sagt þeim það. Samt
held ég þú mættir reyna, ofurlítið
kver, ef kostur væri á, og þú þyrftir
engu fé í að hætta, en ættir nóg
efni í, þó ekki væri nema að bjóða
yngri íslendingum. Einkum, gætir
þú eða þínir vinir, fengið einhvern
velviljaðan enskumælandi mann,
Sem vit hefði á, til að rita fáein orð
sem formála. Ég er nú bara að hvísla
þessu út í hött, án þess að ég viti
að þú, eða nokkur annar, hafi hugs-
að í þá átt, bara, af því mér hefur
fundist þú þýða bezt, enn sem komið
er- J. Magnús Bjarnason var nótt
újá mér nýlega. fslenzkt kvæði barst
* fak sem 4 eða 5 höfðu fengist við,
að þýða á ensku. Ég gat þess að sú
síðasta hefði verið svo gerð, að ég
hefði ekki þekt kvæðið aftur.
h'Iagnús kvað ekki að marka, kvæðið
v®ri óþýðandi af íslenzkunni. —
sem Jakobína Jónsson gengi
frá, yrði öðrum ófært! sagði Magnús,
°g svo hlógum við að samtalinu.
Viðvíkjandi því, að létta af sér
endaríminu í enskum þýðingum,
skal ég segja þér sem er: ég er
rimsins maður, en ekki út í ófæru,
veiði betur gert án þess, jafnvel í
esmál niður. Hefi sjálfur brugðið,
®ði af hætti og rími, þegar svo lá á
nier í þeim fáu þýðingum sem ég hefi
°rið við. Það sem ég sé í er andi
°g blær — síður orð og rím. Trén
1 greniskóginum geta öll verið rétt
ng á sínum stað, en mikið skortir
þar, ef enginn er arnsúgurinn af byl
eg blæ í barinu, og þá er betra að
ulda^ honum í þýðingunni, en kúga
lnn rnn °g stuðla, fyrir forms sakir.
Tilfinninganæmi og leikni hvers
eins verður að segja til um það. Hitt
er ég viss á, rímið er list. Aðeins,
það verður að renna áfram ósýni-
legt í verkinu. Að sleppa því aðeins
fyrir þá sök, að annað er léttara, er
eins og að ganga með „kálfsfætur“,
eins og sagt var á íslandi, en myndi
hér samsvara því, að láta skó sína
óreimaða, fyrir þá skuldina eina, að
léttara verði að komast í þá og úr.
Því meiri vandi sem á er, þeim mun
meiri virðing að gera gott kvæði.
En alt verður samt að víkja fyrir
inu eina nauðsynlega í þýðingu: að
hún falli um farveg ins sama and-
lega straum-falls, eins og er í frum-
kvæðinu.
Ég las „Thanatopsis“ einhvern
tíma á Dakota-árunum mínum. Á
ekki kvæði Bryants. Þótti það kvæði
tígulegt þá, en virtist það lapalúða-
legt hjá N. N. Jafnvel þó orð kunni
að svara til orðs. Ég efast ekki um
það, og man það ekki — en „andinn
tók mig ekki með sér“, ég þreyttist
að bíða eftir honum, eins og þú. En
hvað til kom, veit ég ekki. Tókstu
eftir þýðingu á kvæði Thoroddsens
„Ó, fögur er vor fósturjörð“, í Lögb.
nýlega? En sú þýðing, og er þar þó
ekki þungt fyrir fæti. Ætti það ljóð
að vera hoppandi álfadans, er það
leirburður og ekkert!
Þú getur rétt til! Það sem að
gengur er, að almenningur, (ísl.
líka, en tiltölulega þó færri) er geðs-
hræringarlaus „emotionally dead“,
eins og þú orðar það, skilja ekki
nema vesöldina sem veinar upp
(,,sensationalism“) sem ekki er
skáldskapur, því er kærar um kald-
lyndið. Tekur botnlausa mælgi fyrir
skáldskap, sé hún rennandi rím og
nógu glysyrt. T. d. þú ert ein, af