Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 80
PÁLL S. PÁLSSON:
Örvar-Oddur
Hann lifir um aldir í 6tSi og söng,
er aflgjafi hins Norræna manns.
Og gleymskan, sem jarSsetur jötna og menn
ei jarðaS fær minningu hans.
Minningar:
Bjart er um Berurjóður,
brosir mörk og hagi,
glitra sker og skagi.
Hljómar hetjuóður
horfnra glæsimenna.
Bjartir vitar brenna.
Hljóður máni hellir
hvítu geisla-flóði,
— líkt og silfri úr sjóði —
yfir víkur, voga,
vötn og græna skóga,
urðir, mela, móa.
★
Raunveruleiki:
Örvar-Oddur lítur
yfir blásnar grundir.
Birtast bernsku-stundir.
Hér voru leikir háðir,
hér bjó gleði í sinni,
bæði úti og inni.
Eftir fjölda ára
aftur þetta lít ég,
ei þó yndis nýt ég.
Enga æskuvini
er hér nú að finna.
— Gleymdar völvur ginna.
Hvar er grasið græna,
grenitré og einir?
Mold og melar einir!
Blaðprúð björk er áður
barnshug veitti yndi?
Bærðust blöð í vindi.
Hér er fáksins Faxa
ferlegt, skinið höfuð,
gríman göldrum stöfuð.
— Orms-bit lá í orðum
illrar völvu, og svörum,
eitur og ógn á vörum.
Skundum nú til skipa,
sköpum má ei renna.
— Bjartir vitar brenna.
Meðan ég hripa hljóður
hraflsögn minnar æfi,
vel er að gröf þeir græfi.
Hér vil ég bein mín bera,
bein, er sköpun fengu
hér, úr engu, að engu.
svo mun sagan verða
sögð að hinsta spjaldi.
-----Lýt ég völvu valdi.