Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 102
82
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
stríði fylgir. Enn er ég sama sinnis
og þá, þegar ruddi mannlífsins er
„gefinn á garðann“, tómur og marg-
tekið, í sögum sem saman eru settar,
af ýmsum sem teljast skáld. Ekki
af því að siðavendni minni sé svo
mjög ofboðið, heldur hitt, mér finst
slíkar sögur bæði ófagrar og ó-
sannar, og hvar er þá það sem heitið
getur skáldskapur? Þetta á samt við
þetta eina dæmi í sögu Zola. Mér
varð það minnisstætt. Hann var
höfðingi og heimspekingur „realist-
anna“ á sinni tíð, einskonar skóla-
meistari þeirra — og yfir höfuð var
„Uppbrotið“ kosta-góð saga og kafla-
fögur.
Satt er það, að „sölugt“ er mann-
lífið! Satt að við þurfum að vita
misfellurnar, og af hverju þær
koma, á sama stiginu eins og hitt að
vita uppruna veikinda, svo ráð
kunni að verða við þeim fundið. En
frásögn sumra skáldsagnanna er
einhliða, og ósannindi þess vegna,
allar traustataugar í lífinu ósýrar
og úrþvætti, sömu öfgarnar á öfuga
hlið eins og var, góðmenskan og
gælu-skáldskapurinn forðum, sem
alt bræddi niður í tilfinninga
aumkvun. Allur jarðvegur er ein-
hvers nýtur — jafnvel grjót og
hraun. Hlutverkið okkar, að skilja
og finna skaðræðið í honum og hæfi-
leikana. Mannkynið er jarðar-sonur
eins og Þór, og hver angi út frá
þeim stofni er einhverjum hennar
gæðum gæddur, og þau á andi
skáldsins að uppgötva líka, hversu
djúpt sem grafa þarf — sjá dýpra
inn og upp og niður en tómt yfir-
borð ókostanna, þó þykt sé það,
annars verður verk hans illa hálf-
sögð saga, ekki virkileikinn — logið
meir en helmingi. Það er munurinn
á að „apa“ og „skapa“. Munurinn á
ljósmynd og listamálverki.
Mig minnir það væri Jónas sem
kvað til Konráðs í bréfi — heldur
en K. til J.: — „Taktu það ekki
samt að þér“.---------Þeir vinirn-
ir, höfðu þann sið stundum, að senda
hvor öðrum línu, sem bæði var illur
munnsöfnuður og óbóta rím. —
„Taktu“, það sem ég sagði um þetta,
„ekki samt að þér“, þ. e., nema
aðeins eins og það er talað, ekki af
manni sem veit sig vera, þann sem
kann að kryfja til mergjar, heldur
hinn, sem aðeins er að auglýsa sinn
„innri mann“ og þykir ekki'ómaks-
vert að hafa fyrir að fela þar neitt,
ef hann annars berst í tal, né hitt
heldur að vera að flíka honum
óaðspurt, og svo að ekkert sé efni
til. Fyrirgefðu fjölmælgina um
þetta!
Þú mintist á fornyrðalag. Hefur
þú tekið eftir því, að mörgum sem
nú rita íslenzku bezt, er að verða
tamt, að rita lesmál með tíðum ljóð-
stöfum innan um, og í orðskviðum.
Þetta er nýtt fornyrðalag og ekkert
annað, eða réttara sagt, yngri ætt-
ingi þess. Nýlega var ég viðstaddur
við kveðju-flokk-söngva Björgvins,
í Mozart. Undarlegt var það, að mér
fundust lögin við vers með stuttum
hendingum áhrifa-mest, en ættu að
vera meiri vandi, því rímið kreppir
að laginu, frekar en langar línur,
að ég hygg. En ef svo var, var það
þá af því, að íslenzkum hljóm og
róm, er eðlilegra að falla í grönnum
fossandi streng, eins og fjalla árnar
þeirra, heldur en í breiðum lygnum,
í sama farinu, sem t. d. fornyrðalag
og „hringhendan“. Á söng hef ég
ekkert vit. Felst á það sem getur
gripið mig, og þaðan kom þessi