Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 134
N
114 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vegna fannkomu, urt5u því margir aS sitja
heima meS sárt enniS, sem fegnir hefSu
viljaS vera meS á þeirri samkomu.
Viljum viS hér meS tjá ÞjóSræknisfélag-
inu innilegt þakklæti vort, fyrir þaS aS
gefa okkur tækifæri til aS sjá og heyra
þennan g6Sa gest, sem viS munum seint
gleyma.
óskum svo ÞjóSræknisfélaginu allrar
blessunar I framtíSinni.
MeS beztu kveSju til þingsins.
BJÖRN B. HINRIKSSON, ritari
Skýrsla tleildarinnar „fsland" 1950
ÁriS sem leiS, 1950, hefir veriS viSburSa-
lítiS hvaS deild okkar snertir, aSeins þrir
almennir fundir haldnir, sem voru aS
visu vel sóttir. MeSlimatala óbreytt aS
mestu frá árinu áSur. Af meSlimum deild-
arinnar borguSu 24 ársgjald sitt til aSal-
féiagsins fyrir áriS sem leiS, 1950.
ÞaS var mikil tilhlökkun hér, er okkur
var tilkynt um ráSstafanir viSvíkjandi
heimsókn Dr. Kolka til okkar, I haust er
leiS, og aS hann meSal annars hefSi meS-
ferSis og sýndi hreyfimyndir frá íslandi,
en þar sem viS höfum ekki enn raforku í
bygS okkar, var ekki hægt aS sýna mynd-
irnar. En yngra fólkiS, og reyndar allir,
þrá aS sjá góSar myndir frá Islandi, jafn-
framt þvl, aS hlusta á og kynnast góSum
gesti og ræSumanni.
Auk þess stóS illa á hvaS haustannir
snertir, sökum óvanalegrar og afar erfiSr-
ar haustveSráttu, sem allt gjörSi seint og
erfitt. Sökum alls þessa, sáum viS ekki
annaS fært, en aS afþakka þetta ágæta
boS, og er þaS í fyrsta sinni, sem aS viS
höfum ekki séS okkur fært, aS þiggja
heimsókn góSra gesta frá íslandi.
ViS þökkum stjórnarnefnd ÞjóSræknis-
félagsins fyrir aS bjóSa þessa heimsókn, og
hörmum aS viS gátum ekki orSiS aSnjót-
andi þeirrar ánægju aS fá aS kynnast Dr.
Kolka.
MeS þakklæti og beztu óskum til ÞjóS-
rækni^félagsins og ársþings þess.
Fyrir hönd deildarinnar ,,ísland“
Brown, Manitoba.
THORSTEINN J. GÍSDASON, ritari
J. B. JOHNSON, forseti
Skýrslum þessum var veitt móttaka af
þinginu meS þakklæti.
Skýrsla Páls Kolka læknis til Þjóðræ'knis-
félagsins á ársþingi þess 1951
HeiðruS stjórn ÞjóSræknisfélags Islendinga
í Vesturheimi:
Kæru landar og vinir:
Á stjórnarfundi ÞjóSræknisfélagsins, sem
ég mætti á skömmu eftir áramótin, gaf ég
stutta skýrslu um ferSir mínar á vegum
félagsins og benti á ýmis verkefni, sem
mér, aS ferSum þessum afstöSnum, virtist
vera aSkallandi. Ég lofaSi þá aS gefa þessa
skýrslu skriflega og vil ég hér meS sýna á
því nokkurn lit.
I.
Starf mitt á þessum ferSum mínum var
tvlþætt, annars vegar fólgiS I fyrirlestra-
haldi og kvikmyndasýningu, hins vegar I
persónulegu kynningarstarfi, viSræSum
viS fólk aS samkomum enduSum og heim-
sóknum til landa eftir því, sem komiS
varS viS. Um samkomurnar sjálfar er þaS
aS segja, aS þær voru mjög misjafnlega
sóttar, án þess aS ég vilji leggja á þaS
dóm, aS hvaS miklu leyti léleg fundar-
sókn var öviSráSanlegum ástæSum aS
kenna, en auSvitaS áttu uppskeruannir
stóran þátt I því á sumum stöSum. Á öSr-
um stöSum var fundaraSsókn langt fram
yfir þaS, sem hægt var aS búast viS, t. d.
1 Vancouver, en þar hafSi stjórn félags-
deildarinnar sent öllum skrásettum meS-
limum sérstakt fundarboS. Til athugunar
eftirleiSis vil ég láta þá skoSun uppi, aS
ef kostaS er til slikra ferSa sem þessarar,
en þaS tel ég mjög æskilegt, þá þarf aS
vanda mjög til alls undirbúnings, hafa sem
nánasta samvinnu viS deildarstjórnirnar á
hverjum staS aS þvl er snertir hentugan
fundardag og um fundarboS, og veltur þá
auSvitaS á mestu, aS deildarstjórnirnar
sýni bæSi áhuga og hugkvæmni I þvl aS
fá menn til aS mæta, einkum hiS yngra
fólk. Tel ég heppilegt vegna þess, aS út-
dráttur úr erindunum sé gefinn á ensku,
en þann hátt hafSi ég á samkomum á
Kyrrahafsströndinni og I Wynyard og tel
þaS eina ástæSuna til ágætrar aSsóknar á
þessum stöSum. Um val á kvikmyndum
er þaS aS segja, aS ánægjan af þeim er
ekki fyrst og fremst undir þvl komin, aS
þær sýni nýjustu framfarir á Islandi, svo
sem stórhýsi, verksmiSjur og þess háttar,
þótt þaS sé gott meS öSru góSu. Pólk, sem
aS einhverju eSa öllu leyti er aliS upp á
Islandi, gleSst mest yfir þvl aS sjá myndir,
sem vekja hjá þvl bernskuminningar t. d.
4
J
f
1