Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 52
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Rósa — Naumast eru það spurn-
ingar!
1. Frétiam. — (óþolinmóður). Til
þess komum við hingað — að spyrja,
þó við höfum haft lítið upp úr því
enn sem komið er.
Rósa — En ég hélt þið væruð að
safna fréttum af leitinni.
1. Fréttam. — Já, og öllu henni
viðkomandi; og þar verður Hjör-
varður varla talinn undantekning.
Rósa — Svo langt og ég veit, var
hann bara einn af þessum ómenn-
um, sem flæktust landshornanna á
milli, á kreppu-árunum, og höfðu
ekkert að gera, annað en þenja
hvoftinn. Annað veit ég ekki til
hann hefði fyrir stafni.
2. Fréttam. — En mér skilst hann
hafi átt hér heima í fleiri ár, og
geti því tæplega talist flækingur.
1. Fréttam. — Leitin sjálf bendir
til þess, að maðurinn átti hér fast
heimili, var seztur að í Bæarbæ.
Rósa — Já, til allrar bölvunar.
1. Fréttam. — Nú? Gerði hann
nokkuð af sér?
Rósa — (Hikar). Hann vakti ó-
ánægju í hugum þeirra, sem reikul-
ir eru í skoðunum sínum. Sjálfur
bæarstjórinn segir, að hann sé rauð-
liði, öll framkoma Hjörvarðar sanni
það.
2. Fréííam. — Til dæmis? —
Rósa — Þið heyrðuð hvað karlinn
sagði í útvarpinu, þetta slúður um
flóðgarðinn við Bæarvatn.
2. Fréttam. — Varla getur það
talist löstur, að benda á yfirvofandi
hættu.
Rósa — (Önug). Yfirvofandi
hættu. Eins og hvaða flækingur,
sem er, viti meira um Bæará og
Bæarvatn, en bæarstjórinn í Bæar-
bæ, sem átt hefir hér heima frá
blautu barnsbeini, og keypti Flesj-
una — (hikar).
2. Frétíam. — Já. Haltu áfram.
Rósa — Þetta var á kreppu-árun-
um. Svo þegar viðskiftalífið rakn-
aði úr rotinu og menn höfðu efni á,
að reisa sér heimili, lét bæarstjórinn
mæla Flesjuna út í bæarlóðir, sem
hann bauð til kaups með gjafverði.
En við sjálft lá að menn yrðu af
þessum kjörkaupum og bæarstjór-
inn sæti uppi með mælda landspildu,
fyrir kjaftaríið í Hjörvarði. Og þetta
eftir að stjórnin var búin að byggja
flóðgarðinn eftir fyrirsögn spreng-
lærðra verkfræðinga. (Fréttamenn
skrifa).
Rödd gönguþ. — Þetta er göngu-
þulurinn ykkar, hann Jón-Jón. Nú
stend ég á miðjum flóðgarðinum og
heyri niðinn í Bæará. Nú er orðið
bjart og sézt vel til bátanna á vatn-
inu. En nú er það ekki einungis leit-
in sem heldur athygli minni og
þeirra sem við vatnið eru. Fremur
er það vaxandi flóðhætta. í sann-
leika sagt, sé ég ekki, að mikil von
sé um, að flóðgarðurinn haldi.
Vatnsflöturinn hækkar smátt og
smátt og stendur mun hærra en lág-
lendið, sem er að miklu leyti bygt
snotrum heimilum. Húsin eru smá
en öll nýleg. Dálítið hverfi, þar sem
verkamenn og skrifstofufólk býr. —
Hér kemur maður, sem auðsjáanlega
er að gá að, hvað garðinum líður
Ég ætla að fá hann til að segja
nokkur orð í útvarpið. — Góðan dag-
inn. Viltu nú ekki gera mér greiða,
og segja nokkur orð í útvarpið?
Rödd mannsins — Ég er nú alt