Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 87
ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON FRÁ SANDI:
Á vordægrum
I.
Hamstola, voldugt og seiðandi
hefur Fljótið streymt áfram í nokkra
daga. Nú eru því engin takmörk
sett. Það er týnt, farvegur þess
horfinn. Móðan mikla flæðir langt
yfir bakka sína á báða vegu, minnir
helzt á breiðan fjörð, er gengur úr
hotni sjálfs flóans langt inn í land.
Oftast rennur fljótið í lygnum
alum á milli lágra bakka og enn
f*gri sandeyra, þar sem ekki vex
stingandi strá. Venjulega er niður
þess lítið eitt gjálfrandi, allt að þvi
hljóður. Nú byltist það áfram með
hjúpróma, þungu skvampi.
Undanfarna viku hefur geisað
viðstöðulaus asahláka, leysing orð-
gífurleg í jöklinum, þar sem
ijotið á sín meginupptök. Þverár
þess á báðar hliðar hafa líka vaxið
órt 0g mikið. Þær hafa oltið fram
með drunum og feykilegu buldri.
ætast þaðan Fljótinu drjúgar tekj-
Ur í sjóð sinn.
Jafnt og þétt hefur fljótið stigið
® hærra. í fyrstu huldi það einungis
agar sandeyrar, síðan þær, sem
stoðu meira upp úr meðalvatns-
orði, Unz það gekk yfir allar hæstu
eyjar 0g færði þær í kaf.
P °^s fóru einnig sjálfir bakkar
Jotsins undir vatn, svo að einungis
0 ar eða stærri hæðir voru sýni-
egar, líkt og eyjar eða sker í þess-
Um nýja firði.
II.
Æðarfuglinn hafði komið í eyna
á venjulegum tíma, þó að seint
voraði. Snemma í maí höfðu þó
hæðir á eynni komið undan snjó,
•svo að hefja mátti hreiðurgerð í
fjórðu viku sumars undir þúfu og
runni hér og þar.
Á þvílíkum stað tóku sér byggð
æðarhjónin Birtingur og Díla. Þau
voru bæði orðin gömul, nærri grá
fyrir hærum, því að fiður æðarfugla
lýsist með aldrinum líkt og hár á
höfði manna. Lífsreynslan kemur
um leið.
Hjónin vissu, að hreiður í Viðey
eru þeim mun öruggari fyrir vatns-
flóði sem þau eru hærra sett. í mörg
ár höfðu þau átt bústað á efsta
barði eyjarinnar, í nokkru skjóli
þó undir víðihríslu, sama hreiðrið.
Gerð þess kostaði því minni fyrir-
höfn, eftir að það hafði einu sinni
verið smíðað, einungis nokkra lag-
færingu á hverju vori.
Um sumarmál, á meðan enn var
allt þakið snjó, komu þau fyrst á
varpstöðvarnar í rannsóknarerind-
um, en fóru bráðlega aftur. Þau
settust þar ekki að, fyrr en hæstu
hnjótarnir voru komnir upp úr fönn.
Þá fór Díla að endurnýja hreiðrið,
sem tók ekki langan tíma. Síðan
komu egg í það, eitt á hverjum degi.
Birtingur fylgdist vel með öllu og
var á verði, fylgdi konu sinni eftir