Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 113
FRAMTÍÐAR BÓKMENTIR ÍSL. í VESTURHEIMI
93
j,Svefninn flýr, í sárum þrautir
bitrar;
samt ég veit þú getur hjálpað mér!“
Þessi trú er þreyttum vökustyrkur;
þetta traust er afl í hverri raun.
Gæzlukonan gegn um lífsins
myrkur
geymir það, sem margföld
verkalaun.
Gleðihrygg við sjálfa sig hún mælir:
>,Sálu minni skildist það í nótt,
bvað þeir mega kallast sigursælir,
sem hjá veikum skapa traust og
þrótt.
Meðan ég er vörður veikra bræðra,
veit það, guð, í nafni sonar þíns
skyldurækni’ að telja öllu æðra —
efsta fána’ í ríki huga míns“.
Blýantsstúfs vísur
Eftir Gus Sigurðsson
Að þekkja engin bundin bönd. —
Með blýantsstúf í æfðri hönd
ég vildi reika um lög og láð,
ef Ijóðafimi gæti ég náð.
^að kenn mér, listagyðja góð,
aÖ geta samið fögur ljóð
^m alt það bezta, er hug minn hreif,
Pé hlotnist það á víð og dreif.
í skóla lífsins leyf þú mér
aÖ lifa það, sem fegurst er;
pví gleymi aldrei muni minn:
Það megni blýantsstúfurinn.
°g gletni gef þú mér
ae gleðja þann, sem hryggur er.
, byggni 0g vizku hvergi finn,
eg heiti á blýantsstúfinn minn.
Að þekkja engin bundin bönd,
með blýantsstúf í æfðri hönd
ég vildi reika um lög og láð,
ef ljóðafimi gæti ég náð.
VIII.
Skýringar og aihugasemdir
Ég vænti þess að margir hafi á-
nægju af því að lesa þessi kvæði
ungu skáldanna. Kvæðin eru fjöl-
breytt: öll um mismunandi efni, og
skáldin sjálf eiga heima í ýmsum
pörtum landsins.
Ég hefi raðað þeim eftir stafrófs-
röð: Ekkert gert upp á milli þeirra.
1. Halldórsson, Alberi L.: Hann er
ungur maður, sem vinnur hjá Eatons
félaginu: Eftir hann hafa komið út
tvær bækur: „Wings og the Wind“
og: „The Fruits of the Valley“.
2. Helgason, Roberi: Sonur Odd-
nýjar Helgason, sem orti og skrifaði
undir nafninu „Yndo“ og allir
þekkja.
3. Jóhannson L. A.: Hún var kenn-
ari við Elfros, Sask.; er nú gift kona
í Vancouver, B.C.
4. Oleson T. J.: Prófessor við há-
skólann í Manitoba. Sonur G. Ole-
sons fræðimanns í Glenboro, Man.
5. Olson, Frank: Kennari við mið-
skóla í Charleswood, Man. er sonur
B. B. Olsons friðdómara að Gimli
og konu hans Guðrúnar Sólmunds-
sons, sem bæði eru dáin.
6. Péiursson, Thorvaldur: Menta-
maður í Toronto, sonur Dr. Rögn-
valdar Péturssonar prests í Winni-
peg og ekkju hans.
7. Reykdal, Arihur M.: Prentnemi
við Columbia Press; er útgefandi
tímaritsins „Vagabond“ og ritstjóri
þess. Hann er soijur Paul Reykdals
og Kristínar ekkju hans.