Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 48
28
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
undir forustumenn sína. En bæar-
stjórinn er formaður vatnsmanna.
Er von hans hingað á hverri stundu,
og hefst þá leitin, þessi hin mikla.
Tveir helikoptar sitja eins og van-
skapaðar vindmyllur á Flesjunni,
búnir til flugs nær þörf gerist.
Læknir og æfð hjúkrunarkona eru
til staðins og hefir bæarstjórinn ykk-
ar lagt svo fyrir, að ekið verði með
Hjörvarð á sjúkrahús um leið og
hann er fundinn, hvort sem hann er
heill eða sjúkur. Hér er alt það til
reiðu sem bjarga má einum manni,
hvort sem hann er lífs eða liðinn. —
Hvað sagðir þú? — Rétt! ha, ha,
ha. — Vinur minn hér bendir mér á,
að hér sé einginn útfararstjóri við
hendina. En þá er líkvagn hið eina
björgunartæki sem á vantar. Og nú,
þar til bæarstjórinn kemur, verður
hlé á útvarpinu.
Rósa — (Við fréttamennina sem
hafa staðið við dyrnar þar til út-
varpinu lauk). Gerið svo vel, og fáið
ykkur sæti. (Setur sinn stólinn við
hvern enda skrifborðsins).
Fréiíamenn — (Setjast). Takk.
(Opna skjalaveski, sem þeir bera
með sér og taka upp ritföng).
1. Frétiam. — Svo leitin er ekki
hafin.
Rósa — Nei. Þið heyrðuð hvað
gönguþulurinn sagði. (Sezt við rit-
vélina).
2. Fréiiam. — En hver er hug-
myndin, að hafa hér tvo helikopta?
Rósa — Ekki er mér kunnugt um
það. En ég get ímyndað mér, að
annar sé til vara, bili hinn.
1. Fréiiam. — Ekki vantar fyrir-
^yggjuna. (Þeir raða pappírsblöðum
á borðinu og skrifa).
Rósa — Nei, það má nú segja.
Sem einkaritari bæarstjórans, get
ég með sanni sagt, að í öllu sem
bæarstjórinn tekur sér fyrir hendur,
fylgjast forstandið og fyrirhyggjan
að.
2. Fréiiam. — Hvernig er það,
ungfrú, er bæarstjórinn skyldur eða
á annan hátt venzlaður hinum
týnda manni?
Rósa — Nei. Síður en svo. (Hikar).
Ekki, að minsta kosti, í vanalegum
skilningi.
1. Fréiiam. — Nú? Hvernig ber
að skilja það?
Rósa — Bæarstjórinn lætur sér
jafn ant um alla íbúa Bæarbæar,
snerti líðan þeirra heiður og sóma
bæarins.
2. Fréiiam. — Á að skilja það svo,
að jöfn gangskör yrði gerð, að hafa
upp á lítilsigldasta og merkasta
borgara bæarins?
Rósa — (Glettin). Það get ég ekki
fullyrt. Því væri leitin hafin eftir
bæarstjóranum sjálfum, gæti hann
naumast séð um hana. (Fréttamenn
ræskja sig).
2. Fréiiam. — Skiljanlegt. (Þeir
skrifa).
Rödd gönguþ. — Þetta er FLAN-
gönguþulurinn ykkar, hann Jón-
Jón. Nú sé ég hvar bíll bæarstjórans
kemur. Mun því senn til skarar
skríða og tíðindi gerast hér við
Bæarvatn. Ég stend á bakka þess,
og stefnir bæarstjórinn hingað, eftir
lítt förnum moldarvegi. Á bíl hans
er gríðarmikið gjallarhorn. (Subba
kemur í dyrnar og staðnæmist þar.
Hún ber þrjá öskubakka og gólf-
sóp). Mun hann ætla sér að ávarpa
mannfjöldann, sem hér er skipaður
í deildir eða fylkingar líkt og her-
menn til orustu búnir. Bíllinn hefir