Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 96
76
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
fram, sem ég hef verið að segja!“
Ég hefi fult skyn á því sjálfur, hví-
líkt erfiði er, að snúa minni snældu
á annað mál, vissi það alla daga.
Enginn leggur slíkt á sig nema fyrir
góðan hug. Til dæmis íslenzkur vin-
ur minn skrifaði mér frá Vínu í
Austurríki, heimili Josephs heitins
Poestion’s, sem sjaldnast hefur fat-
að, í öllum þeim sæg af íslenzkum
ljóðum, sem hann þýddi á þýzku.
Þessi kunningi minn bað mig að
senda karli vísu, hélt það gleddi
hann! Hann hafði þá hvorki fæði
né klæði, í stríðs-eyðileggingunni
Ég gerði þetta. Svo stendur á stök-
unni til Poestion’s, í yngri Andvök-
um. Ég hefði ekki ert hann ótil-
kvaddur. Mér var næst sagt að karli
hefði þótt vænt um, og farið til og
snúið þessu „fræði“ á þýzku, en
kvartaði um að það hefði verið
„þrælaverk“ — og því skal ég trúa!
Bið að heilsa manni þínum og
kunningjum í Seattle, ef svo ber við
að til skila komi.
Vertu svo blessuð og sæl.
Vinsamlega
Siephan G.
Box 76, Markerville, Alia., 7 7 '24
Ljósvakar
Ef hlerarðu um héröð fjærri,
Heimaljóðin þín
Svífa, í söngrödd skærri,
Setrinu þínu nærri:
Heiðir upp heyrn og sýn!
Sem laðar þig svaldjúp sjávar
Sólstafað,
Sem heilla þig hæðir bláar
Heiman-að.
Vinkona góð: — Þökk fyrir bréfið
þitt ljúflega ritaða og lengur en
áður. Mér finst oft og oft að hraflið
mitt í hendingum hafi ekki unnið
til jafn mikillar velvildar eins og
því hefir auðnast. Margur mætti
hyggja, að ég hafi verið svona ör
á að senda þetta, frá mér, 1 blöð og
bækur, af því ég hafi þóttst eiga
skilið „orð á mig“ fyrir það, sem
ég teldi mikla list. En rangt væri þó
þá til getið. Ég kvað, mér einum til
afþreyju, og svo datt það í mig, að
ef til vill, væru einhverjir og ein-
hversstaðar til, sem, eins og ég,
hefðu ánægju af þessum smámun-
um. Ef svo væri, væri þeim það sízt
ofgott. Þannig komst ég fyrst út í
blöðin. Út í þau viltist ég þannig
lengra og lengra, unz mér fanst ég
ekki geta snúið mig út úr, að úr
þessu yrði bók, þegar til þess var
mælzt. Aðeins eitt veit ég með vissu,
um sjálfan mig: Ég vildi kveða eins
vel og ég kunni bezt, í hvaða ham
sem ég kom. Gallarnir eru getuleysi.
En hugnun er mér að trú þeirra,
sem tóku þessu svona vel — ekki er
því að leyna, án þess þó, ég metn-
aðist af því. Og með tilliti til þess,
sem þú hefur um mig sagt: Þú skil-
ur mig rétt, það veit ég, en þú
metur mig, ef til vill of hátt — um
það get ég ekki dæmt — og þó svo
væri, hefur hlýleiki þinn verið mér
velgerð.
Það var rétt og skynsamlegt, að
ekki væri teflandi á viðtökurnar
ensku af stórri ausu af íslenzkum
kvæðaþýðingum. Þvert á móti, þær
þættu hvorki metfé né matvinnung-
ur, fyrst um sinn, ef mig grunar
rétt. Það hefur verið með sönnu
sagt, að ég hygg, og af Englendingi:
Af stórþjóðum eru Frakkar fljót-
astir að fagna því sem gott er, í bók-
mentum og listum annara þjóða,