Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Qupperneq 103
ÁÐUR ÓPRENTUÐ BRÉF
83
grunur. Annars var vel sungið, að
mér fanst, og allflest lögin eftir Is-
lendinga, eða raddsett af þeim
Björgvin og Steingrími. — Nú er
hann líklega kominn á leið til Lun-
dúna. Ojæja, ég hefi margt ruglað
nýl. af því ég mátti tiL í öllu þessu
fumi af fögnuði varð eitthvað að
segja. Nóg á ég þurrafrostið til, en
þó ekki svo að mér sæmdi að sitja
altaf þegjandi. Það er betra að láta
ögra sér til að standa upp sér til
lítils hróss, en að sitja þegjandi sér
til minkunnar'. Úr illu var að velja,
og í ófæru er minni skömm að bila
á því brattara.
Þakka þér fyrir að þú hefur getað
„notað þér“, ýmislegt, (eins og þú
segir mér í bréfi þínu), af þessu sem
ég hefi verið að „sjóða saman“, en
það mun fremur þín dyggð en mín,
hafi þér orðið „mikið úr“ jafn litlu,
því eflaust ert þú andleg búkona,
sem verður drjúgt í hendi, yfir efnið
fram — og fæst af því muntu eiga
mér að þakka, því annars værir þú
mrið snauðari en þú ert. Ég er nú
nýlega kominn heim að austan, frá
Winnipeg og veizlunum, læknunum
og lausamenskunni. Kannske er
heilsan hraustari, en verður aldrei
jafngóð, þó bilbugur rynni á hana
fyrst, endur fyrir löngu. Annars
hefur enginn karl, kominn á átt-
ræðis-aldur, minsta rétt til að bera
sig upp um það, þó hann fari að
„falla í stafi“ um mitt leyti nú.
Lengi hefi ég sagst myndu reyna,
að hafa það eins og sjómaðurinn í
stöku Þorsteins, sem ég hefi þá oft
haft yfir: Að „hátta hér, hvar sem
lestist skeiðin“. Á hinn bóginn er
enginn asi á því að falla fyr en í
„fullu tré“, en það er, þegar maður
annaðhvort á ekkert áhugamál
lengur, eða þolir ekki við fyrir veik-
indum. Þangað til er alt slarkandi.
Aldrei sé þér aftekið
opið skaut til bjargar:
Æfinlega að una við
yndis-stundir margar!
Vinsamlega
Stephan G.
ÍSLENZKUR TORFBÆR