Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 42
DR. J. J. PÁLSSON:
Hvalreki
Leiksýning í einum þæiii
PERSÓNUR
Bæarsijórinn — stór maður vel á
sig kominn. Álit hans í hverju máli
er úrskurður hæzta réttar. Þetta
gerir hann kunnugt með því, að
klemma saman varirnar að lokinni
setningu eða málsgrein. Finnist
honum sérstaklega mikið til um orð
sín, sem oft ber við, hleypir hann
brúnum og glápir á fætur sína eða
út í bláinn.
Rósa — ung og fögur hispursmey,
einkaritari bæarstjóra.
Subba — öldruð vinnukona. Hafa
erfið lífskjör, að miklu leyti máð út
flest þau sérkenni, sem aðgreina
eina manneskju frá annari. Rödd
hennar er laus blæbrigða og orðin
áherzlulaus; og því líkast, að hún
tali aðeins við sjálfa sig.
Tveir Fréttamenn — innan þrí-
tugs, kvikir í hreyfingum, áhuga-
samir um starf sitt. Vel klæddir
heimsmenn.
Raddir frá hátalara: gönguþulur,
maður, kona, frumbýlingur.
LEIKSVIÐIÐ
Einkastofa bæarstjórans á heimili
hans. Á hægri vegg, dyr framarlega.
Aftar ritvél á hæfilegu borði og
stóll að baki þess. Á miðjum vinstri
vegg, stór arinn og brennur rafeld-
ur á. Að öðru leyti er veggurinn
upptekinn bókhillum. Á arinhill-
unni eru margir viðeigandi skraut-
munir, en fremst á henni stendur
hátalari. Á bakvegg er breiður
gluggi, að hálfu hulinn tjöldum.
Undir glugganum stórt skrifborð og
stóll að baki þess. Á vinstri enda
borðsins er talsímatæki, sem ná má
til einnig af þeim sem við ritvélina
situr. Framarlega á borðinu skraut-
ker. í því er visinn blómvöndur. Að
baki kersins ritföng. Margir stólar
í óreglu um gólfið, tvö spilaborð,
og dívan undir vinstri vegg framar
arinum. Á spilaborðunum eru fullir
öskubakkar, með hálfreyktum vindl-
um og vindlingum, og undir þeim
tómar vín- og sódavatnsflöskur.
Þetta er að vorlagi í dögun. Tungl-
ið skín inn um gluggann. Það og
glætan frá arineldinum eru hið eina
sem lýsa stofuna. Meðan sýningin
fer fram, birtir af degi. Þegar tjald-
ið er dregið frá, er leiksviðið autt og
er svo um nokkur augnablik.
Rósa — (kemur með handtösku,
sem hún leggur hjá ritvélinni.
Kveikir, svo stofan er vel lýst upp.
Lítur um stofuna). Er það nú frá-
gangur! (Tekur um nefið). Mikil þó
bölvuð fýla. (Kallar) Subba, —
Subba! — Subba! (Síminn hringir
og hún svarar. Röddin breytist,
verður lág og þýð). Halló! Einka-