Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 69
49
ÚTGÁFUR FORNRITA Á ÍSLANDI EFTIR 1940
eignar Ara hlut í hinni elztu Land-
námu. Einar færir mörg rök gegn því
að Ari geti verið höfundurinn, og
færir helzt til þess ókunnugleik Ara
á staðháttum á Snæfellsnesi og í Ár-
nessýslu. Nú er Einar Arnórsson
Árnesingur sjálfur og ætti að vita
betur, en kunnugri menn hafa sýnt
fram á það, að það er Einar en ekki
Ari, sem virðist ókunnugur í heima-
högunum.
Hinsvegar stingur Einar upp á
Því, að Styrmir fróði hafi samið
Landnámu fyrstur manna um 1200.
f'etta verður auðvitað sennilegt, ef
^nenn neita því að Landnáma sé frá
dögum Ara fróða og Kolskeggs
f^óða, þ. e. frá fyrra hluta 12. aldar.
að hafa Landnámu af þessum
f2. aldar höfundum er kannske
hægra sagt en gert, svo margir
goðir fræðimenn er hafa hallast að
þeirri skoðun (B. M. Ólsen, Halldór
Hermannsson, Sigurður Nordal, Jón
Jóhannesson og E. Ó. Sveinsson).
Auk hinnar venjulegu skrár um
ttianna og staðanöfn, eru hér skrár
yfir kvæði og rit, þjóðaheiti, dýra-
heiti, skipanöfn, sverðsheiti, hauga
°S ýms önnur atriðis-orð. Loks er
fisti af landnámsmönnum með
stuttri frásögn um landnám þeirra
°§ bústaði. Getur þessi listi orðið
lykill að kortunum, tólf að tölu, en
e þeim hefur Einar reynt að draga
takmörk hinna gömlu landnáma í
fyrsta sinni.
^etta verk hefði verið óvinnandi,
ef ekki hefði notið við korts hins
óanska herforingjaráðs af íslandi, en
Því korti var til allrar hamingju
°kið rétt fyrir stríðið síðara. En
Vafalaust á kort Einars það fyrir sér
að verða leiðrétt hér og þar þegar
Urn einstök atriði þess geta fjallað
menn með góðri staðþekkingu í
sinni sveit. Má segja að tilraun
Einars sé jafn mikilsverð fyrir því.
Nú eru talin flest fornrit þau er
gefin hafa verið út af nýju á íslandi
á árunum 1940—47. Geta má þó enn
um þrjú rit er öll komu út 1945.
Tvö þeirra voru ljósprentaðar út-
gáfur gamalla bóka, gefnar út af
Lithoprenti í Reykjavík: Krisíen-
doms saga. Skálholti, 1688, og
Grágás gefin út af Vilhjálmi Finsen,
Khöfn 1852. Þetta er eina útgáfa af
Konungsbók Grágásar og fræg mjög,
og ófáanleg um langt skeið. Prófes-
sor Ólafúr Lárusson ritaði inngang
að endurprentuninni.
Þriðja bókin er forn þýðing, gefin
út af Heimskringlu í Reykjavík.
Heitir bókin: Alexandreis, það er
Alexanders saga mikla, efiir hlnu
forna kvæði meisiara Philippi Gual-
ieri Casiellionaei, sem Brandur
Jónsson ábóii sneri á danska iungu,
það er íslenzku, á þreiiándu öld, úi-
gefin hér á preni íil skemmiunar ís-
lenzkum almenningi árið 1945 að
frumkvæði Halldórs Kiljans Lax-
ness.
Þessi titill skýrir sig sjálfur og
sýnir líka, að bókin er prentuð með
nútímastafsetningu.
Eftir er að geta um nokkur safn-
rit, sem komið hafa út á þessum
árum.
Árið 1945 gaf félagið Heimskringla
í Reykjavík: Fagrar heyrði ég radd-
irnar, þjóðkvæði og stef. Einar Ól.
Sveinsson valdi efnið í bókina, sem
er einhver hin yndislegasta bók og
einstæð í sinni röð. Hér eru dansar,
viðlög, sagnadansar, ástarkvæði,
og mansöngvar, vikivakar, sagna-
kvæði um álfa, tröll og drauga,
draumkvæði, æfintýrakvæði, krafta-