Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 70
50 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kvæði og töfrar, minnisþulur, gátur, barnagælur, dýrakvæði, grýlu- kvæði, þulur og leikir. Hefur Einar látið greipar sópa um söfn Ólafs Davíðssonar og haft úr þeim kjarna og nyt án þess að láta nokkuð af ruslinu fljóta með. Fæst af þessu efni má kalla forníslenzkt, en flest líklega eldra en siðaskifti. Tvímæla- laust er í þessu safni sumt af því bezta sem íslendingar hafa ort und- ir hinum einföldu rómantísku hátt- um. Árið 1944 gaf Heimskringla út Leii ég suður íil landa, æfiniýri og helgisögur frá miðöldum, ágætt úr- val gert af Einari jól. Sveinssyni. Æfintýrin eru flest dæmisögur (exempla) og smásögur úr safni Jóns biskups Halldórssonar (d. 1339) eða úr Disciplina clericalis, sem var vel þekkt safn af fræðandi sögum fyrir klerka á miðöldum. Streng- leikar eru þýðingar, gerðar á dög- um Hákonar gamla Noregskonungs, af hinum frægu frönsku lais eða kvæðum Marie de France, en hún var meðal hinna elztu og beztu rómantísku höfunda á Vesturlönd- um á 12. öld. Helgisögurnar og jar- teinasögurnar eru sumar útlendar, aðrar innlendar, og segja þær frá kraftaverkum og jarteinum er urðu fyrir áheit á þá helgu menn Jón biskup á Hólum og Þorlák biskup í Skálholti. Er margt skemmtilegt í þessum einföldu sögnum, og varpa þær oft meira ljósi á hversdagsleg störf alþýðunn- ar og traust hennar á þessum dýr- lingum sínum heldur en á makt; þeirra sjálfra og veldi. Þetta úrval er gert af sömu natni og smekkvísi sem hið fyrra, og eru í því fjölda margir hlutir, sem erfitt hefur verið að ná til fyrir fræði- menn, hvað þá fyrir alþýðu manna. Mun tæplega nokkur ein bók gefa jafngóða hugmynd um vestræna kristni á íslandi fyrir siðaskifti eins og þessi. Árið 1947 prentaði Helgafell (Ragnar Jónsson) úrval af íslenzk- um skáldskap frá upphafi vega fram til 1944. Úrvalið hlaut nafnið íslands þúsund ár og var í þrem bindum. í fyrsta bindi, Fornöldin, voru prentuð bæði Eddukvæði og drótt- kvæði í úrvali eftir Einar Ó1 Sveins- son. í öllum bindunum er kvæðun- um raðað eftir aldri, en í þessu fyrsta bindi var það sérstaklega vandasamt verk vegna Eddukvæð- anna, sem erfitt er að dagsetja. Hef- ur Einar auðvitað tekið þann kost- inn að dreifa þeim innan um drótt- kvæðin, en þau eru nálega ávalt kennd höfundum sínum, og því auð- velt verk að draga þau í aldaflokka. Einhverjum miðlungi greindum og í meðallagi góðgjörnum ritdómara í Eimreiðinni sást alveg yfir þessa tímaröð og stökk upp á nef sér af því, að hann fann ekki Völuspá í upphafi bókarinnar, en Völuspá er sett með kvæðum frá kristnitökunni, því fræðimenn ætla að hún sé frá þeim tíma. í öðru bindi er tímabilið 1300— 1600, safnað af Páli Eggert Ólasyni, og tímabilið 1600—1800, gert af Snorra Hjartarsyni, ungu og efni- legu skáldi. í þriðja bindi eru 19. öldin eftir Arnór Sigurjónsson, skóla- og fræðimann, og 20. öldin eftir Tómas Guðmundsson skáld. Hér hafa nú verið taldar útgáfur þær, er mér er kunnugt um að kom- ið hafi á árunum 1940—48. Eru þær bæði margar og miklar að vöxtum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.1951)
https://timarit.is/issue/356879

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.1951)

Aðgerðir: