Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 99
ÁÐUR ÓPRENTUÐ BRÉF
79
að í því eru mínar eigin smíðar,
enda er ég enginn sögu-maður, og
Islandssaga engin til, nema ágrip,
en óðum dregur nú að henni, með
rannsókninni á æfi merkra manna.
Annað gekk mér líka til, auk munn-
niælanna — séu þetta munnmæli.
I grun mínum lá, og ég held það
satt, þó ekki verði sannað, að ís-
lenzka kvenþjóðin hafi átt meiri
hlut í þjóðarviðhaldi íslendinga, en
fram getur komið í sögunni. Mér
finst það á allan hátt svo eðlilegt,
að mér sýnist það óyggjandi. Ég var
að reyna að segja það í „Björgu á
h>jargi“. Og þá er nú alt sagt. Ég á
hegningu skilið fyrir að hafa skrifað
svona langt, en ég ætla að vara mig,
°g koma ekki þangað sem þú nær
1 mig, fyr en ég held að þér sé runn-
m reiðin — en lestu í málið, ef þú
getur! Ég skrifa aldrei nú orðið
annað en handaskömm. Prentvillur
hlaðanna kendu mér það: Ekki til
neins, að vanda sig!
Vinsamlega
Siephan G.
Markerville, Alberia, 18/8 '25
Góðvina: — Ýmiskonar „ringlum-
mngl“, ejns Qg sgg^ip á mig, hefur
amlað því, að ég þakkaði þér bréf-
L þitt og „nafngjöfina“.
22/8 ’25.
Hérna varð ég að „leggja árar í
s ut um daginn. En í dag er rign-
mg og reykur, og aðeins alskonar
»snialamenska“ það eina sem gert
Verður.
Hó að vilji, löngum ljást
Lítið næði og stopult mjög.
Þó er ekki um það að fást!
Þetta’ eru gömul „Búalög“.
En hvað var ég að hugsa, þegar
ég hætti í fyrra-fyrragær? Þarna
er það! Það var „vormaðurinn“ þinn.
Nafnið einkis getur gætt —
Góðar fylgjur úr móðurætt
Koma, bæði snotrar og snjallar.
Það er sá forni farar-beini.
Fylgja skulu þínum sveini
Hjálmbjartar hamingjur allar!
Þú manst að Valkyrjurnar, sem
beztar voru hetjunum í fallegu
kvæðunum, sem við ísl. geymdum
bezt fyrir ættingja okkar, Germani,
og Ríkarð þeirra Wagner, voru allar
„skjaldmeyjar“.
Já, já — þá hefir þér hlotnast á-
nægjan af að hlýða á Kvaran, og
þótti mér það vel farið, en ekki gat
ég skilað orðunum til hans, sem þú
baðst mig fyrir. Hann var allur héð-
an brott ið fyrra sinni, þegar bréf
þitt barst mér. Ekki hefi ég ömun
á Einari, öðru nær, en alla tíð hefir
mér fundist um skáldskap hans, líkt
og Nordal, og víst af minna viti, og
„andatrú“ á því stigi sem hún enn
er, hefi ég aldrei samþýðst, það lítið
ég þekki til hennar, og Einars trú
er lánuð, — adopted — ófrumleg
hvar sem gripið er í. Ef til vill er
það löng viðkynning mín, þó lítil sé,
sem hefir gert mig „ótrúan“ á anda-
trú. 1873, þegar ég kom fyrst í
„þennan heim“, voru Fox-systurnar
uppi, og miklar ræður og reimleik-
ar. Svo hjaðnaði það, sem kunnugt
er, og vísindaleg vissa lík og áður,
því engin almenn sönnun er það, að
gera sér gátur að trú: að leysa eina
gátu með annari, þó óskiljanlegir
viðburðir séu til. En þannig verður
flest trú til, og hver einstaklingur
á hana frjálsa (sér nóga, ef svo er)