Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 83
MÁL SEM HEFIR MÁTT AÐ ÞOLA
63
þau tóku þá menn sér til fyrirmynd-
ar sem töluðu málið hreint og rétt.
Málfar foreldranna fór stöðugt batn-
andi eftir að þau hófu að læra af
börnum sínum. Aðallega í borgum
°g bæum áttu eldri og yngri sam-
merkt í því að „mixa málið“ —
blanda íslenzkuna með enskuslett-
nni, sem nú er mjög sjaldgæft.
Kvæði hef ég heyrt frá þeim tíma,
eignað Kristni Stefánssyni sem
sýnir, hvernig íslenzkar vinnukon-
Ur í Winnipeg töluðu:
Oh, my Sara, er ég ekki fine?
Einhver mun segja: Would you be
mine?
Þessi „Winnipeg íslenzka“ breidd-
!st út um flestar íslenzku bygðirn-
ar> en hennar gætti mismunandi
mikið.
íslendingur nokkur lýsti afkomu
sinni í Nýja-íslandi þannig: „Þegar
ég kom til Nýja-íslands átti ég stó
°g everything, nú á ég ekki at all“.
% man eftir aldraðri piparmey, sem
afði verið stuttan tíma í vist í
Winnipeg. Hún kom á heimili for-
, ^ra minna og lýsti verkum sínum
1 vistinni með þessum orðum: „Ég
skrobbaði flórinn, kúkkaði matinn,
bndi koppana, fixaði bedin, reisti
v° daginn eftir og stóð mig skratt-
ans gott“.
£>á ge^.a þess ag margjr kÖSt-
u u sínum íslenzku nöfnum og tóku
Ser ensk eða þýddu nöfn sín á ensku
har sem því var viðkomið. Sigríður
^aið Sara, Ingibjörg varð Bertha,
Ouðrún varð Gertie, Elín varð
ellie, Jón varð John eða Djonní,
míkur varð Ed, Guðmundur varð
1 1 eða Goodman, Magnús varð
1 e, Björn Barnie, Byron eða
Bowery.
Bu fólki þessu var vorkun nokk-
ur; enskir húsbændur og samverka-
menn gátu ekki nefnt íslenzku
nöfnin, ekki borið þau fram án þess
að afbaka þau, gera úr þeim skrípa-
nöfn. Sjálfur var ég mjög hart leik-
inn í enskum félagsskap, vegna
þess að ég hélt mínu íslenzka nafni
gegnum þykt og þunt og lét aldrei
bugast. Margir efuðust um að Gutt-
ormur væri nafn og reyndu ekki
að nefna það. Ég vitnaði þá í enska
þýðingu af leikriti eftir Ibsen, þar
mundu þeir finna þetta nafn. „Books
dont bother me“, sögðu þeir hróð-
ugir. Þeir tóku að kalla mig Pell,
það er gæluorð. Öðrum heyrðist það
vera Phil og kölluðu mig Phil og
þegar þeir höfðu mest við: Philipus.
Þeir voru þó fleiri sem gerðu til-
raun að nefna nafn mitt og við til-
raunirnar tóku þeir ósjálfrátt að
komast niður í íslenzkum fræðum.
Þegar þeir þurftu á mér að halda
við eitthvert vandaverk, spurðu
þeir: Where is Gutlarinn? Þeir sem
voru óíslenzkari kölluðu mig Got-
any-more Gotany-more-son, og ensk-
ustu Englendingar kölluðu mig
Cutworm Cutwormson. Þá var sem
ég iðraðist eftir að hafa ekki tekið
mér nafnið King. God save the
king!
Nú þykir sómi ekki lítill að heita
Guttormur og vera Guttormsson og
eru hérlendir blaðamenn fúsir að
leggja á sig tímafrekt erfiði að læra
að bera nafnið fram og rita það
rétt. Vil ég ráðleggja öllum ófædd-
um Vestur-íslendingum, sem orð
mín heyra og ætlað er að heita
Guttormar, ef þeir fæðast ekki and-
vana, að sjá svo um að þeir kafni
ekki undir nafni.
Nú eru börn af íslenzkum ættum
skírð virðulegum enskum nöfnum.