Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 100
80
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þó ráfað sé um rökvillur — og sál-
arfræðin græðir um síðir, ekki síð-
ur við „hlaupin á hundavöðum“ —
þau verða á endanum í átt til að átta
sig. Einfeldnin rekur sig á sjálfa
sig loksins.
Hér hélt Einar íslendingadags-
ræðu ágæta, þá sömu sem hann hélt
í Wpg. og prentuð var. Við hér buð-
um að borga far hans frá Wynyard
hingað — hann var þá á vestur-
leið. —
Fyrirlestur sinn hélt hann hér
líka, en of fásóttan, hvort sem á
efninu var nokkuð eða ekkert að
græða, og alt var það áður kunnugt,
jafnvel þeim sem ekki eru fróðari
í þeim „ritningum“ en t. d. ég.
Ég komst í kröggur, var neyddur
til að heilsa og kveðja Kvaran, ekki
af því að í mér væri ýmigustur til
hans, en hann var ekki á mínum
vegum, heldur annara, og þeim
skyldara þessvegna, og svo hins,
þeim hefði farist það betur sumum,
því þeir þykjast meta Einar mörg-
um hlutföllum hærra en ég kann,
bæði sem skáld og trúmann. En
enginn fékst til. Þá sagðist ég ekki
vilja undan skorast, er Einar sjálfur
mæltist til mín, en allir ókust und-
an, sagði mig sem var flatt uppá-
kominn en fúsan til, ef þóknun væri
nokkrum í. Ég sagði sem svo: að
óþarft væri að kynna Einar hér.
Hann hefði verið hér áður, fólki til
ánægju. Hann sem rithöfundur
væri öllum Vestur-ísl. aufúsugestur
og kunnur og „þeirra maður“, frá
ritstjórn Lögbergs — frá sögunni
„Vonir“, sem hér hefði skapast, til
síðustu verka hans, sem öll hefðu
orðið fólki til ánægju. Um erindið
sem hann nú myndi flytja hér, gæti
ég þegar sagt það, að hvernig sem
menn kynnu að hugsa um efni þess,
yrði það áreiðanlega ágætlega flutt,
því Kvaran hefði ég heyrt flytja
ræður manna bezt, og „lesa upp“
með afbrigðum. „Þráðurinn“ minn
var ekki lengri en þetta. Flestum
mun hafa fundist síðara erindi
Einars 17. júní hér, lang-snjallar
flutt. Lasleiki hans líklega valdið í
fyrra skiftið.
Ég varð að slíta mótið með nokkr-
um orðum líka, þó ég héti á aðra
hreif það ekki. Kvaðst vita að vel
hefði fólki verið skemt. Ég orðið þar
sannspár. Út í efnið myndi ég ekki
fara, vissi, að þar myndi Kvaran
kunna „þúsund svör móti hverju
einu mínu“. En andatrúarmaður
væri ég ekki, og óiíklegur til að
verða „hér í heimi“, svo sem það
mál væri vaxið, enn sem komið
væri. En, væri það svo, sem sumir
segðu, „að hugsanir væru hlutir“
(Thoughts are things) — ekki efnis-
leysa — og að við vissum nú eins
vissulega og nokkuð yrði viiað, að
ekkert yrði að engu, hví mætti þá
ekki ímynda sér að rúmið umhorfs
okkur, væri haf af hugsunum, end-
urmynduðum, ævarandi (sem allir
aðrir hlutir), og að það haf varpaði
bylgjum sínum inn á okkar andlegu
fjörur, og væru þessi óskiljanlegu
áhrif, sem eignuð væru „öndunum“.
Ég kvaðst aldrei hafa heyrt orðið
„sál“ skilgreint (defined), svo sagt
yrði hvað átt væri við — og hvað
sjálfum mér viðkæmi, héldi ég helst
að ég hefði enga „sál“, sem gegndi
því orð-tæki.
Einar lét sér þetta vel lynda,
brosti og kinkaði kolli. Ég óttaðist
að hafa ert frú Kvaran. Hún er
miklu ákveðnari en Einar, og við