Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 35
TÓMAS GUÐMUNDSSON
15
Og samt sem áður er alltaf verið
að deyja,
og undarlegt, að það hendir jafnt
snauða sem ríka.
Menn kváðu jafnvel deyja frá
hálfbyggðum húsum.
Og hinir? Þeir deyja víst líka.
Já, mönnum finnst það skrítið, sem
þeir ekki skilja.
Hver skilur öll þessi hús, sem í
röðum liggja?
Hver skilur lífið og allar þess
óbyggðu lóðir?
Og af hverju er verið að byggja?
Stundum fær þessi létta kýmni
Tómasar á sig alvarlegri blæ, eins
°g í hinu frumlega og snjalla kvæði
»Hótel Jörð“, en í því ber skáldið,
a áhrifamikinn táknrænan hátt,
saman veru manna á jörðu hér við
dvöl á hóteli, þar sem allir verða að
lokum að gera upp reikningana, eða
oins og skáldið orðar það:
^á streymir sú hugsun um oss sem
ískaldur foss,
a*5 allt verði loks upp í dvölina tekið
frá oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir
oss
reikninginn yfir það, sem var
skrifað hjá oss.
Hvergi nær Tómas þó hærra í
skáldlegri fegurð í þessari bók sinni
heldur en í hreinræktuðum ljóðræn-
um kvæðum hennar, eins og „Jap-
önsku ljóði“, sem er mikið listaverk
að málblæ og yndisþokka, og
»Haustnótt“, jafn hugnæmt og ljóð-
r®nt, en með dýpri undirstraum til-
finninganna:
Mánaljós og silfur um safírbláa
voga!
Og senn er komin nótt. —
Það skelfur eins og strengur sé
strokinn mjúkum boga.
Og stjörnuaugun loga
á djúpsins botni demantskært og
rótt.
En bráðum rísa vindar við yztu
sævarósa,
um unn og strendur lands.
Og bylgjuföxin rísa sem beðir
hvítra rósa,
og boðar norðurljósa
í perluhvítum stormi stíga dans.
En fjærst í dýpstu myrkur og lengra
en augað eygi,
er aðrir sofa rótt,
á eirðarlausum flótta um auða
hafsins vegi
á undan nýjum degi,
fer stakur már um miðja vetrarnótt.
En öll ber þessi ljóðabók sérstak-
lega merki hins vandfýsna form-
snillings, sem leikur móðurmálið frá-
bærlega létt á tungu, byggir kvæði
sín upp á áhrifamikinn hátt, og er
gæddur þeim fágæta hæfileika að
geta klætt innstu hugsanir sínar og
tilfinningar í samsvarandi listrænan
búning.
IV.
í þakklætis- og verðlaunaskyni
fyrir bók hans Fagra veröld, bæði
vegna skáldsnilldar hennar og þá
eigi síður vegna sérstæðra og töfr-
andi lýsinga hennar á Reykjavík,
veitti bæjarstjórnin Tómasi farar-
styrk, sem gerði honum fært að
ferðast til ítalíu og Miðjarðarhafs.
í næstu bók hans, Sijörnum vors-