Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 58
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
arson, höfundur ritsins Om de
norslce kongers sagaer (Oslo, 1936),
en það var grundvallarrit um sam-
band konungasagna, og einkum um
heimildir og upptök að sögu Ólafs
konungs Tryggvasonar í Heims-
kringlu.
Inngangur Bjarna að Heims-
kringlu er langur og fullur fróð-
leiks. Fyrst ræðir hann um nafn
bókarinnar og höfund; þá ritar hann
ágrip af sögu Noregskonunga sagna.
Eftir það segir hann sögu Snorra,
að svo miklu leyti sem hún snertir
og skýrir Heimskringlu. Síðan ræð-
ir hann hverja sögu fyrir sig, frá
Ynglinga sögu til Ólafs sögu
Tryggvasonar, en hún er síðust í
fyrsta bindinu.
í öðru bindi er Ólafs saga helga
ein. Hér er enn langur formáli, er
ræðir um eldri sögur um (Ólaf helga,
bæði týndar og geymdar, er Snorri
hefur sennilega þekkt og notað. Til
er á latínu Translatio Sancti Olaui
og á norrænu hin svonefnda Helgi-
saga um Ólaf helga. Týndar og tröll-
um gefnar eru Elzta sagan um Ólaf,
Mið-sagan og saga Styrmis fróða,
en hana mun Snorri hafa notað fyrst
og fremst, því Styrmir var honum
handgenginn. S j á 1 f u r skrifaði
Snorri Ólafs sögu helga sem sér-
staka bók, áður en honum datt í
hug að prjóna framan og aftan við
hana með hinum konunga sögunum
í Heimskringlu. Á þetta hafði Eirík-
ur Magnússon bent, en Sigurður
Nordal færði fyrstur manna sterk-
ar sönnur fyrir því. En þegar Snorri
innlimaði Ólafs sögu helga í Heims-
kringlu, þá sleppti hann framan af
henni formála og nokkrum fleiri
köflum er ekki áttu við í safnritinu:
þessa kafla prentar Bjarni í við-
auka við söguna, svo að menn geta
fengið hugmynd um alla sérstöku
Ólafs söguna af bók hans.
Bjarni ritar enn fremur um sam-
setningu Ólafs sögu helga, um með-
ferð Snorra á heimildum og um
sannfróðleik sagnanna. Þá ritar
hann nokkuð um tímatal sögunnar
og, í sambandi við það um sól-
myrkvann á Stiklarstöðum 31. ágúst
1030, en sá sólmyrkvi mun eigi lítið
hafa stutt að því, að helgi Ólafs kom
upp svo skjótt eftir andlát hans.
Bjarni lýkur formálanum með
mannlýsingu Ólafs helga og nokkr-
um athugasemdum um sérstöku
söguna.
Að fræðimennsku stendur Heims-
ltringla fyllilega á sporði hinum
fyrri bindum íslenzkra Fornrita. En
myndir hennar eru ekki í sama stíl
og myndir hinna fornritanna (ljós-
myndir skýrðar af listamanni).
Þykir mér ekki ólíkt, að orsökin
kunni að vera sú að ekki náðist til
Noregs á stríðsárunum til að út-
vega myndir. En ef svo er þá er
þetta atriði eitt af fleirum hindrun-
um, er styrjöldin lagði í götu þeirra
útgefenda íslenzkra Fornrita. Önn-
ur var sú, að útgefendur gátu að
sjálfsögðu ekki náð til handrita í
Árnasafni eða annarsstaðar á Norð-
urlöndum — og er sú ein orsök til
að íslendingar vilja fá Árnasafn
heim. — Auk þess skorti félagið víst
bæði letur og pappír á stríðsárun-
um (letrið var hollenzkt).
Alveg nýjar af nálinni í Fornrita-
félagsútgáfunni eru Austfirðinga-
sögur, og má bæta þeim hér við:
Austfirðinga sögur: Þorsteins saga
hvíta. Vápnfirðinga saga. Þorsteins
þáttr stangarhöggs. Ölkofra þáttr.
Hrafnkels saga Freysgoða. Drop-