Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 44
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
eingu skifta og gerðu ekki tilraun,
til að hafa upp á honum?
Subba — Æ, það væri nú sosum
ekki nema annað eins. En ég var að
tala um símskeytið. (Starir á Rósu).
Rósa — Þú varst að tala um að
allir væru að verða vitlausir út úr
leitinni. — Eins og annað eins —
hvað? En því stendurðu svona að-
gerðarlaus eins og þvara, og glápir
á mig?
Subba — Hvað er í símskeytinu?
Rósa — Hvað varðar þig um það?
Það er einkamál bæarstjórans.
Subba — Og þú rífur það upp og
lest það.
Rósa — Ég fer svo með öll bréf og
skeyti til bæarstjórans. Það er ein
af skyldum einkaritara. (Leggur
skeytið hjá ritvélinni og heldur
fagurgerningnum áfram).
Subba — (Tekur aftur til verks).
Ja, tarna. Sitt er nú hvað. Og ekki
ætla ég að þræta við þig um það.
(Verður litið á hátalarann. Bendir).
Og til hvers er verið að stássa með
þetta ferlíkan upp á arinhillu?
Rósa — Sérðu ekki, það er há-
talari?
Subba — Ekki nema prika gjall-
arhorni upp á arinhillu!
Rósa — Bæarstjórinn réði þul
frá FLAN-stöðinni með í leitina,
svo hann geti sagt frá því sem ber
við óðar en líður.
Subba — (Starir á Rósu). Svo þul-
urinn er út um hvippinn og hvapp-
inn og talar þar í útvarpið.
Rósa — Svo er nú það. (Skoðar
sig í smáspegli). Hefir útvarpið með
sér. Er sjálfur útvarpsstöð.
Subba — (Fer hægt að vinnu
sinni). Það er gamla standið á
henni, en ekki sosum verra en
vant er.
Rósa — (Fægir nöglurnar). Og
það útvarp er stemt við gjallar-
hornið hérna.
Subba — Svo þú þurfir ekki að
bíða eftir fréttum af Hjörvarði.
Rósa — Ónei, kerlingargaur.
Fjandann varðar mig eða aðra um
hann Hjörvarð. Hér verða frétta-
menn frá víðlesnum stórblöðum til
að senda fregnir af leitinni, meðan
á henni stendur.
Subba — En ef eingan varðar
neitt um Hjörvarð, garminn, hér í
Bæarbæ, hví skyldi aðra varða
nokkuð um hann — fólk sem aldrei
hefir heyrt hans getið?
Rósa — Hver hefir sagt, að nokk-
urn varði um Hjörvarð? Leitin er
fréttir, en ekki Hjörvarður.
Subba — Mikil endemis vitleysa.
En þetta hefði ég mátt vita. Ekki
var haft svo mikið við garminn,
þegar hann lá í flúnni, og hefði víst
mátt deya drotni sínum hefði bless-
aður presturinn, og læknirinn líka,
ekki bjargað honum. Það eru nú
mennirnir mínir, blessaðir guðs-
mennirnir. Þá hefði það ekki þótt
fréttir í göngugjallanda þó Hjör-
varður hefði hrokkið upp af. Og þá
mátti bæarráðið ekki leggja fram
grænan eyri til að halda lífinu í
manntetrinu.
Rósa — Eins og það væri ekki alt
annað mál. Bærinn var ekki skyld-
ugur, að standa straum af pestinni
í ókunnum flæking, sem var ný-
kominn í bæinn.
Subba — En nú er hægt að standa
straum af öllum þeim kostnaði, sem
þetta leitarfargan hefir í för með