Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 44

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 44
24 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA eingu skifta og gerðu ekki tilraun, til að hafa upp á honum? Subba — Æ, það væri nú sosum ekki nema annað eins. En ég var að tala um símskeytið. (Starir á Rósu). Rósa — Þú varst að tala um að allir væru að verða vitlausir út úr leitinni. — Eins og annað eins — hvað? En því stendurðu svona að- gerðarlaus eins og þvara, og glápir á mig? Subba — Hvað er í símskeytinu? Rósa — Hvað varðar þig um það? Það er einkamál bæarstjórans. Subba — Og þú rífur það upp og lest það. Rósa — Ég fer svo með öll bréf og skeyti til bæarstjórans. Það er ein af skyldum einkaritara. (Leggur skeytið hjá ritvélinni og heldur fagurgerningnum áfram). Subba — (Tekur aftur til verks). Ja, tarna. Sitt er nú hvað. Og ekki ætla ég að þræta við þig um það. (Verður litið á hátalarann. Bendir). Og til hvers er verið að stássa með þetta ferlíkan upp á arinhillu? Rósa — Sérðu ekki, það er há- talari? Subba — Ekki nema prika gjall- arhorni upp á arinhillu! Rósa — Bæarstjórinn réði þul frá FLAN-stöðinni með í leitina, svo hann geti sagt frá því sem ber við óðar en líður. Subba — (Starir á Rósu). Svo þul- urinn er út um hvippinn og hvapp- inn og talar þar í útvarpið. Rósa — Svo er nú það. (Skoðar sig í smáspegli). Hefir útvarpið með sér. Er sjálfur útvarpsstöð. Subba — (Fer hægt að vinnu sinni). Það er gamla standið á henni, en ekki sosum verra en vant er. Rósa — (Fægir nöglurnar). Og það útvarp er stemt við gjallar- hornið hérna. Subba — Svo þú þurfir ekki að bíða eftir fréttum af Hjörvarði. Rósa — Ónei, kerlingargaur. Fjandann varðar mig eða aðra um hann Hjörvarð. Hér verða frétta- menn frá víðlesnum stórblöðum til að senda fregnir af leitinni, meðan á henni stendur. Subba — En ef eingan varðar neitt um Hjörvarð, garminn, hér í Bæarbæ, hví skyldi aðra varða nokkuð um hann — fólk sem aldrei hefir heyrt hans getið? Rósa — Hver hefir sagt, að nokk- urn varði um Hjörvarð? Leitin er fréttir, en ekki Hjörvarður. Subba — Mikil endemis vitleysa. En þetta hefði ég mátt vita. Ekki var haft svo mikið við garminn, þegar hann lá í flúnni, og hefði víst mátt deya drotni sínum hefði bless- aður presturinn, og læknirinn líka, ekki bjargað honum. Það eru nú mennirnir mínir, blessaðir guðs- mennirnir. Þá hefði það ekki þótt fréttir í göngugjallanda þó Hjör- varður hefði hrokkið upp af. Og þá mátti bæarráðið ekki leggja fram grænan eyri til að halda lífinu í manntetrinu. Rósa — Eins og það væri ekki alt annað mál. Bærinn var ekki skyld- ugur, að standa straum af pestinni í ókunnum flæking, sem var ný- kominn í bæinn. Subba — En nú er hægt að standa straum af öllum þeim kostnaði, sem þetta leitarfargan hefir í för með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.