Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 90
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Yfir þetta helstorkna vetrarríki,
sem um stund hafði komið í staðinn
fyrir veldi vorsins, tók nú að skína
júnísól heið. Aldrei hafði mönnum
og dýrum fundizt ljós hennar svo
bjart og varmt. Dag frá degi hlýn-
aði í veðri. Fyrst var logn og sól-
bráð í samfelldan tíma. Síðan barst
þám í loftið, ekki hríðaruppdráttur,
heldur ljómandi falleg hlákublika.
Hún birtist fyrst í suðri við sjón-
deildarhring, hækkaði undrafljótt
og nálgaðist, fyrir áhrif blævar og
strauma sunnan úr löndum.
Kvöld nokkurt var komin reglu-
leg suðræna, er færðist í aukana
með nóttinni. Daginn eftir kom
asahláka. Gullroða sveipuð hentust
skýin fyrir heitum vindi í loftinu
frá suðri til norðurs. Eins og log-
andi ullarhnoðrar, sem þó aldrei
brunnu, sentust þau áfram og þutu.
Stundum voru þau líkust hárprúð-
um, alla vega litum fjárhópum, sem
hlupu um afréttarlönd himinsins og
réðu ekki við sig fyrir kæti og villtu
fjöri.
Öll náttúran var orðin svo furðu-
lega gáskafull og glettin. Lækir og
fossar ærsluðust og hrópuðu fram
úr hófi. Fjöllin hristu sig og skóku,
svo að skriður losnuðu víða úr
hömrum. Fönnin rann í sundur.
Elztu menn gátu ekki munað aðra
eins óhemjuleysingu.
Fimm dögum eftir að hlákan
hófst, var Víðey orðin gersamlega
auð og allur snjór farinn af Fljót-
inu. Jakahlaup var í því um stund.
Vatnið hækkaði án afláts. Blikarnir
höfðu þegar yfirgefið hreiðrin. Þeir
spókuðu sig nú á bökkum eyjar-
innar í nánd við þau eða þeir syntu
í makindum umhverfis hana. Ekk-
ert virtist framar að, nema eggin
væru fúl. Sannarlega hlaut að vera
albatnað, óhugsandi, að aftur kæmi
hret eftir þessi óhemju harðindi
Svo var talað manna á milli. Og
fuglarnir höfðu ekki síður orð á
þessu, sungu um það og kvökuðu.
Sjaldan hafði annar eins fuglaklið-
ur heyrzt í lofti. Blikarnir hjá Víðey
voru allháværir eigi síður en aðrir.
— Nú er ég þó viss um, að öllum
vetrarþrautum er lokið að þessu
sinni, sagði Birtingur, og sumarið
komið, langt og yndislegt sumar.
Og hinir blikarnir tóku undir það
álit með samþykkjandi, margrödd-
uðu úi.
En fár veit, hverju fagna skal.
Engan þeirra renndi grun í þá ógn,
sem steðjaði að. Þetta var síðasta
vikan, sem flestar kollurnar sátu á,
ef að líkum léti. Vonglaðar og sigur-
vissar voru þær um happasæl enda-
lok baráttu sinnar og þrauta. Eigi
heldur þær óraði fyrir skelfingu
þeirri, sem nálgaðist óðum. Flóða-
hættan var svo að segja handan við
næsta leiti.
Því lengur sem hlákan stóð, þeim
mun meira hækkaði í Fljótinu. Dag
nokkurn var síðasta eyrin horfin
undir vatn. Næst kom röðin að Víð-
ey. Fljótlega huldust lægri hlutar
eyjarinnar skolgráu, ólgandi jökul-
ílóði. Dúnn og egg flutu úr einu
hreiðrinu af öðru. Þau, sem unguð
voru, hurfu á brott, hver veit hvert,
líklega út á reginhaf. Önnur veltust
til sitt á hvað og fóru skemmra, sum
aðeins út úr hreiðrinu, en einstaka
voru kyrr. Hver af annarri urðu
húsmæðurnar að yfirgefa heimili
sín, er þær höfðu rækt svo kostgæfi-
lega í hríðinni. Þetta afl reyndist