Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 90

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 90
70 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Yfir þetta helstorkna vetrarríki, sem um stund hafði komið í staðinn fyrir veldi vorsins, tók nú að skína júnísól heið. Aldrei hafði mönnum og dýrum fundizt ljós hennar svo bjart og varmt. Dag frá degi hlýn- aði í veðri. Fyrst var logn og sól- bráð í samfelldan tíma. Síðan barst þám í loftið, ekki hríðaruppdráttur, heldur ljómandi falleg hlákublika. Hún birtist fyrst í suðri við sjón- deildarhring, hækkaði undrafljótt og nálgaðist, fyrir áhrif blævar og strauma sunnan úr löndum. Kvöld nokkurt var komin reglu- leg suðræna, er færðist í aukana með nóttinni. Daginn eftir kom asahláka. Gullroða sveipuð hentust skýin fyrir heitum vindi í loftinu frá suðri til norðurs. Eins og log- andi ullarhnoðrar, sem þó aldrei brunnu, sentust þau áfram og þutu. Stundum voru þau líkust hárprúð- um, alla vega litum fjárhópum, sem hlupu um afréttarlönd himinsins og réðu ekki við sig fyrir kæti og villtu fjöri. Öll náttúran var orðin svo furðu- lega gáskafull og glettin. Lækir og fossar ærsluðust og hrópuðu fram úr hófi. Fjöllin hristu sig og skóku, svo að skriður losnuðu víða úr hömrum. Fönnin rann í sundur. Elztu menn gátu ekki munað aðra eins óhemjuleysingu. Fimm dögum eftir að hlákan hófst, var Víðey orðin gersamlega auð og allur snjór farinn af Fljót- inu. Jakahlaup var í því um stund. Vatnið hækkaði án afláts. Blikarnir höfðu þegar yfirgefið hreiðrin. Þeir spókuðu sig nú á bökkum eyjar- innar í nánd við þau eða þeir syntu í makindum umhverfis hana. Ekk- ert virtist framar að, nema eggin væru fúl. Sannarlega hlaut að vera albatnað, óhugsandi, að aftur kæmi hret eftir þessi óhemju harðindi Svo var talað manna á milli. Og fuglarnir höfðu ekki síður orð á þessu, sungu um það og kvökuðu. Sjaldan hafði annar eins fuglaklið- ur heyrzt í lofti. Blikarnir hjá Víðey voru allháværir eigi síður en aðrir. — Nú er ég þó viss um, að öllum vetrarþrautum er lokið að þessu sinni, sagði Birtingur, og sumarið komið, langt og yndislegt sumar. Og hinir blikarnir tóku undir það álit með samþykkjandi, margrödd- uðu úi. En fár veit, hverju fagna skal. Engan þeirra renndi grun í þá ógn, sem steðjaði að. Þetta var síðasta vikan, sem flestar kollurnar sátu á, ef að líkum léti. Vonglaðar og sigur- vissar voru þær um happasæl enda- lok baráttu sinnar og þrauta. Eigi heldur þær óraði fyrir skelfingu þeirri, sem nálgaðist óðum. Flóða- hættan var svo að segja handan við næsta leiti. Því lengur sem hlákan stóð, þeim mun meira hækkaði í Fljótinu. Dag nokkurn var síðasta eyrin horfin undir vatn. Næst kom röðin að Víð- ey. Fljótlega huldust lægri hlutar eyjarinnar skolgráu, ólgandi jökul- ílóði. Dúnn og egg flutu úr einu hreiðrinu af öðru. Þau, sem unguð voru, hurfu á brott, hver veit hvert, líklega út á reginhaf. Önnur veltust til sitt á hvað og fóru skemmra, sum aðeins út úr hreiðrinu, en einstaka voru kyrr. Hver af annarri urðu húsmæðurnar að yfirgefa heimili sín, er þær höfðu rækt svo kostgæfi- lega í hríðinni. Þetta afl reyndist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.