Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 104
DR. SIG. JÚL. JÓHANNESSON:
Framtíðar bókmentir íslendinga
í Vesturheimi
I.
Þegar Vesturfarir hófust
Þegar fyrstíi íslendingar fluttust
til Canada og Bandaríkjanna, voru
þeir, að heita mátti, óþektir öðrum
þjóðum. Þeir höfðu lengi verið svo
afskektir, að örlítil viðskifti höfðu
átt sér stað milli þeirra og annara
þjóða.
Tvær eða fleiri þjóðir hefðu getað
átt í stríði, það stríð staðið yfir mán-
uðum saman, friður verið saminn
og alt þetta átt sér stað án þess að
nokkur frétt hefði borist um það
til íslands, fyr en það var alt um
garð gengið.
Umheimurinn vissi það, að til var
eyja einhvers staðar lengst norður
í höfum; að hana bygðu einhverjar
mannverur, örfáar og atkvæðalitlar.
Sumar skólabækur hinna svo-
nefndu menningarþjóða fræddu
börnin á því, að á þessari eyju ættu
heima fáeinir Eskimóar; að öðru
leyti væri hún óbygð, og ekkert
annað en eyðimörk.
Einstakir mentamenn í Evrópu-
löndunum vissu það þó, að þessa
eyju bygðu sérstakir bókmenta-
menn. Fáeinir „grúskarar", sem
kallaðir voru í Vesturheimi, vissu
það líka. Þessir menn vissu um
Eddurnar, Fornsögurnar o. s. frv.
II.
Fyrsía kynslóðin
Þeir sem fyrstir fluttust vestur og
settust að hér í álfu, voru óþektir
öllum nema þessum fáu „grúskur-
um“. Og jafnvel þeir vissu heldur
ekkert um þá annað en það, að þeir
kynnu að skrifa og yrkja ljóð. En í
þeirri list gátu þeir ekki notið sín
eða kynt sig: þeir kunnu ekki enska
tungu og voru því sama sem mál-
lausir þegar hingað kom. Þeir urðu
annaðhvort að steinþegja eða skrifa
og yrkja á sínu eigin máli, sem
enginn skildi nema þeir sjálfir. En
við það sátu þeir fram á rauða nótt
að loknum dagstörfum, sem oftast
voru svo erfið, að þau beygðu bök
og hnýttu hendur. En þeir héldu
samt áfram með bókmentastörfin í
samkeppni við bræður sína heima;
og það með svo miklum árangri, að
einn þeirra er viðurkendur sem
jafningi hinna allra fremstu heima.
En það skapaði þeim ekki álit hér:
Hér skildi þá enginn fremur en þó
þeir hefðu talað kínversku.
Á gullöld Grikkja skiftu þeir öll-
um jarðarbúum í tvo flokka: Grikki
og „útlendinga“, sem þeir kölluðu
„Barbara“. En orðið „Barbarar“
(samkvæmt þýðingu Steingríms
Thorsteinssonar) þýðir: ómentaðir,